Algengasta vandamálið sem ég heyri um varðand förðun er það að meik/púður/augnskuggar/kinnalitir og fleira í þeim dúr haldist illa á.
Það er sem betur fer auðvelt að redda þessu og kostar ekki mikla fyrirhöfn.
Nr. 1, 2 og 3 er að hugsa vel um húðina, halda henni hreinni og nota góð krem. Þannig verður allt fallegra og helst betur á!
Primer-ar eru mjög vinsælir til í óteljandi útgáfum og hægt er að fá svoleiðis fyrir andlit, augu og varir. Þeir eru settir á yfir krem til þess að draga úr fínum, jafna húðlit og auka endingu þess sem þeir eru settir undir.
Fyrir góða endingu augnskugga er hægt að nota gott augnkrem og svo primer eða svokallaðan augnskuggagrunn, sem lætur hann haldast á í gegnum svita, veðurfar og fleira.
Svo verður liturinn líka sterkari.
Ef augnskuggagrunnur er ekki til staðar í snyrtibuddunni er alltaf hægt að nota hyljara í staðinn. Þá er einfaldlega tekinn örlítill ljós hyljari og dúmpað jafnt yfir augnlokið. Augnskugginn er svo borinn ofan á og í kjölfarið hrynur hann minna niður og helst betur á.
Varirnar mega ekki vera útundan og verða að fá sitt dekur eins skrúbb, maska eða nudda þær með þurrum þvottapoka og vaselíni. Til að koma í veg fyrir þurrar og sprungnar varir er hægt að nota varasaslva og/eða gloss daglega og svo er líka hægt að fá varaprimer svo að varalitur haldist betur á og sé fallegri.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com