Ef ég ætti að nefna uppáhaldsvöruna mína frá Lancôme þá yrði það örugglega Maison kinnaliturinn. Ég ætlaði að vera voða góð og nota hann bara spari en eins og vanalega var ég eins og lítið barn í sælgætisverslun og er búin að nota hann á hverjum degi síðan að hann komst í snyrtibudduna hjá mér.
Maison er algjört listaverk í boxinu og á honum er mynd af Effelturninum og gamaldasgs, frönskum götulampa sem lýsir fyrir utan hið sögufræga House of Lancôme.
Kinnalitinn er hægt að nota við öll tilefni, og hann er í rauninni þrílita. Einn liturinn er brúnn, annar er frekar dökkbleikur og sá þriðji (og stærsti) er ljósbleikur. Allir litirnir eru með pínu “shimmer” ögnum, og það er hægt að nota hann bæði sem kinnalit og “highlighter”, en það fer eftir húðlit hvers og eins.
Fyrir fagurkera mæli ég hiklaust með Maison…
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com