Í ár var stærsta fitnessmót Íslands hingað til haldið um páskahelgina. Þar af voru 85 stelpur sem kepptu í módelfitness og þar að auki margar í öðrum fitnessflokkum. Margir stórglæsilegir kroppar sýndu sig á sviðinu og mikið var um dýrðir í förðun og fegurð.
Förðun fyrir fitness þarf að vera áberandi til að hún sjáist á sviðinu. Til að útskýra magnið er t.d. hægt að hugsa sér áramótaförðun og margfalda hana með tveimur.
Mikið er um sanseraða augnskugga, augnskuggaduft, gerviaugnhár og jafnvel swarovski steina sem límdir eru við augu fyrir skraut. Litir og skygging eru einnig áberandi og gull-, silfur-, og skærir litir eru mjög vinsælir. Svo þarf auðvitað farðinn að vera dökkur til þess að hann samræmist lit á líkamanum en keppendur bera á sig brúnku eins og Pro Tan og Jan Tana fyrir svið.
Ég tók saman nokkrar myndir af sviðinu sem Guðni Agnar tók fyrir Sportlíf, einnig getið þið séð förðunarmyndir frá mér, Evu Hrönn Hlynsdóttur og Alexöndru Sif Nikulásdóttur förðunarfræðingum.
Skoðið myndirnar og sjáið allar þessar glæsilegu fitness stelpur og konur! Takið sérstaklega eftir því hvað förðunin virðist minni þegar á sviðið er komið.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com