Það er alltaf gaman að sjá hvað er áberandi á tískupöllunum hverju sinni í sambandi við förðun. Í sumar sýnist mér það verða skærir vara- og kinnalitir og undanfarið hef ég neflinlega verið að reka augun í nýtt kinnalita trend…
…Ég kalla það einfaldlega C-laga kinnalit en þá er kinnaliturinn settur frá kinnunum og alveg upp á enni og meira að segja stundum á augnlokin.
Mér finnst þetta trend mjög flott á tískupöllunum en það er spurning hvernig þetta muni líta út í daglegu lífi. Það er bæði hægt að gera þetta ýkt og nota skæra kinnaliti en svo er hægt að gera þetta meira lúmskt og nota sólarpúður og minna af því.
Væri örugglega gaman að prófa, held samt að gullna reglan fyrir þetta trend sé að blanda, blanda, banda, það væri einstaklega slæmt að sjá skil og ójöfnur þar sem þetta er mjög sérstakt og áberandi look.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.