Sterkir litir, djúsí varir með skærbleikum litatónum og augun mega heldur betur lifna við með frökku litavali því litirnir í augnförðun bjóða upp á skemmtilega litatóna. Augnskuggar eru allt frá því að vera grátt, gallabuxnablátt, gult, bleikt og limegrænir.
Húðin verður náttúruleg með dass af glamúr – þetta er það sem koma skal í vor og sumar.
Falleg, frískleg húð er málið og því er um að gera að huga að mataræðinu; borða ferska ávexti og grænmeti, taka inn olíur daglega; lýsi, Omega 3-6-9, muna eftir svefninum og drekka vatn. Þessi atriði geta haft mikið að segja um ástand húðarinnar.
Einnig er þjóðráð að eiga góða maska sem kalla fram ljóma í húðinni, veldu þér maska sem hentar þinni húðtegund en maska er gott að venja sig á að nota einu sinni til þrisvar í viku.
Sem sagt sterkir litir og falleg, natural húð verða málið í vor:
Myndir: Allure tímaritið.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.