Það er mikið um ljósa, fjólubláa og rómantíska tóna í förðun núna um jólin. Nýja dúkkulega augnskuggapallettan frá Lancôme er gott dæmi um það og ég er búin að nota hana – ekkert smá mikið!
Litirnir samanstanda af plómulituðum, fjólubláum, bleikum og fölbleikum lit með fallegri sanseringu og þeir láta augun svo sannarlega “poppa” út.
Fjólubláir- og bleikir tónar fara vel við alla augnliti og sérstaklega vel við augu í grænum, blágrænum og brúnum tónum. Augnskuggarnir eru í góðri stærð en þrátt fyrir það er pallettan nett og tekur ekki mikið pláss í snyrtibuddunni.
Ég mæli með því að nota bleika litinn yfir augnlokið, ljósasta litinn í innri augnkrók og á augnbein, blanda svo fjólubláa og plómulitnum saman í fallega skyggingu. Svo er hægt að leika sér og nota þetta á allan þann hátt sem maður vill og nota jafnvel bara einn lit sér.
Pallettan hentar mjög vel hvort sem það er fyrir daglega notkun, jólahlaðborðið eða kaffiboðið hjá fjölskyldunni 🙂
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com