Yves Saint Laurent gerði það aftur! Æðisleg augnskuggapalletta fyrir veturinn. Ég er ótrúlega skotin í Midnight Garden litunum.
Pallettan inniheldur 5 fallega liti: Dökkgrænan, plómulitaðan, dökkfjólubláan, ljósfjólubláan og ljósblágrænan.
Augnskuggarnir haldast mjög vel á og hrynja lítið sem ekkert niður fyrir neðan augnlokið, sem kemur á óvart sérstaklega þegar kemur að dökku litunum.
Ég farðaði Liv Elísabetu frá Elite umboðsskrifstofunni með litum úr pallettunni og fannst það koma mjög vel út.
Ég notaði dökkgræna litinn yfir mitt augnlokið og setti skyggingu yst með plómulitnum. Því næst setti ég ljósgræna litinn innst í augnkrókinn og skellti dökkfjólubláum undir augun. Svo fannst mér setja punktinn yfir i-ið að setja ljósfjólubláa litinn efst á augnlokið. Ég lauk útlitinu með örlitlun svörtum eyeliner við augnháralínuna og maskara.
Þegar maður er að setja marga liti í einu og miklar skyggingar er alveg nauðsynlegt að blanda litunum vel á augnlokinu svo að engin skörp skil sjáist.
Prófaðu sjálf!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com