1.
Wonder Powder frá Make Up Store – Þetta púður er algjört undur! Það er úr steinefnum án rotvarna og bindiefna. Það kemur falleg áferð af púðrinu og það er hægt að ráða sjálfur hversu þekjandi maður vill að áferðin sé. Gefur húðinni fallegan ljóma. Einn af mörgum kostum púðursins er að það hefur ekki slæm áhrif á húðina því það stíflar ekki svitaholur!
2.
Cover All Mix hyljari frá Make Up Store – Besti hyljari sem ég hef prófað. Þekur mjög vel! Þrír litir og maður blandar rauðum og andlitslituðum til að fela bláan eins og bauga, og svo gulan og andlitslitaðan til að fela roða. Ljós húðlitaði liturinn sem er blandað í er notaður til þess að lýsa hina litina upp.
3.
Maskari frá Clinique – Maskari sem þykkir og lengir. Það sem mér þykir þægilegast við hann er hversu létt er að taka hann af. Hann fer allur af með heitu vatni. Það er svo þægilegt þegar maður verður ekkert svartur undir augunum þegar maður kemur úr sturtu.
4.
Kinnaliturinn Must Have frá Make Up Store – Ótrúlega fallegur kinnalitur. Einn af mínum uppáhalds. Nafnið á honum Must Have lýsir honum vel.
5.
Varatúss frá Revlon: Fallega bleikur túss, litur öðrumegin og varasalvi hinumegin. Nota þennan mjög mikið!