Förðunar-snillingurinn Pat McGrath vildi hafa eyelinerinn ófullkominn þegar hún farðaði módelin fyrir Lanvin haust 2011 sýninguna…
…Eyelinerinn var hálf kassalega og byrjaði mjög utarlega á augnlokinu. Reyndar notaði hún ekki eyeliner til að skapa þetta ‘lúkk’ heldur notaði hún kolsvartann augnskugga. Svo var förðun toppuð með mörgum umferðum af maskara bæði á efri og neðri augnhár.
Þetta ‘lúkk’ er ekki erfitt að skapa enda vildi Alber Elbaz (hönnuðurinn á bak við Lanvin) að ‘makeupið’ liti út eins og módelin hefðu málað sig sjálfar. Skemmtileg tilbreyting frá hefðbundna kisueyelinernum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.