Eftir að við Pjattrófur vorum beðnar að velja 5 uppáhalds snyrivörurnar stóð ég frammi fyrir vanda. Ekki vegna þess að ég hefði úr svo mörgu að velja heldur eiginlega öfugt. Ég á yfirleitt bara rétt nóg í snyrtibuddunni til þess að komast af með og það eru ekki neinar sérstakar vörur sem ég vel fram yfir aðrar.
Og þó?!
1.
Uppáhalds maskarinn minn er frá Lancome og heitir Hypnosis Precious cells. Það sem ég fíla við þennan maskara er að hann gerir augnahárin lengri og greiðir vel úr þeim. Ég upplifi mig aldrei klessulega eða of málaða með hann.
2.
Meikið sem ég hef notað í nokkur ár og finnst fara vel með húðina mína heitir Even better og er frá Clinuque. Þegar ég dett niður á gott meik breyti ég ekki til (fyrr en það fæst ekki lengur).
3.
Nú fara hinar Pjattrófurnar að hlægja að mér. En… ég keypti mér augnskugga í Tiger um daginn! Þetta eru nú engin gæði, en ég nota hvíta litinn í litapalettunni mjög mikið. Ég set hann efst á augnbeinið undir augabrúnirnar. Þannig finnst mér augabrúnirnar lyftast og um leið myndast “náttúrulegur augnskuggi” á augnlokunum. Auðvitað má nota til þessa, hvaða hvíta lit sem er. Svo flippa ég stundum með hina litina í Tigerpalettunni. Þar eru t.d. bleikur, sægrænn og gulur. Þá set ég miiiikið. Ég mæli sem sagt með betri litapalettu ef maður vill vera viss um að litirnir haldist vel, en þessi hvíti hefur þjónað mér ansi vel. Aðalatriðið er þetta með náttúrulega útlitið, lítið bara á hana Scarlett hérna!
4.
Ég er að uppgvöta það hér að ég er samtímis íhaldsöm og tilraunakennd þegar kemur að snyrtivörum. Mér finnst gaman að prufa nýja hluti, en þegar ég dett niður á eitthvað sem mér finnst henta mér fullkomlega, þá held ég mig við vöruna. Ég hef t.d. notað sama ilmvatnið í mörg ár. Ég á oftast tvær, þrjár tegundir en ein flaskan er ávallt sú sama. “Ilmurinn minn” er: Cashmere Mist by Donna Karan.
5
Ég elska að setja á mig varalit. Ég nota oftast varablýant þegar ég er að fara út og fylli inn í með varalit eða glossi. En annars enginn varablýantur! (Það verður eitthvað að vera spari). Uppáhaldsvaralitirnir eru í mismunandi tónum frá Dior Addict… þeir eru æðislegir. Svo hef ég líka bara keypt mér nokkra mismunandi varaliti í Kolaportinu og blandað þeim saman. Þannig bý ég til mína eigin tóna. Um þessar mundir set ég oft fyrst rauðan og svo sanserandi brúnan yfir og fæ út svona líka ótrúlega fallegan tón 😉
Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.