Létt ráð til að viðhalda fallegri förðun yfir daginn.
1. Undirbúningur: Berðu dagkrem á hreint andlit og háls og leyfðu dagkreminu að liggja á húðinni í 10 mínútur áður en byrjað er að farða. Ef þú byrjar strax að farða þig eftir að þú hefur borið á þig dagkrem verður húðin “sleip”.
Ef þú ert í tímaþröng er gott ráð að blanda saman dagkreminu og meikinu og púðra svo fimm mínútum síðar.
2. EKKI fara offörum: Dúmpaðu dropa af meiki á enni og nef, getur notað fingur eða förðunarbursta til að dreifa út meikinu, en á sumrin er oft óþarfi að farða allt andlitið þar sem húðliturinn verður sólbrúnn. Oft er nóg að farða létt yfir nef og enni og nota hyljara undir augun. Annars er um að gera að leyfa húðinni að anda og njóta sín.
3. EKKI gleyma þér og láta meik liggja: Ekki láta meikið liggja of lengi á húðinni án þess að klára að farða þig, -það þornar fljótt á andliti og þegar þú ferð að farða þig endar þú með flekkótt meik.
Fínt er að klára förðun með að notað laust púður til að jafna húðlitinn, fá fallega áferð og til að hindra að húðin verði ekki eins glansandi. (mæli með litlausu púðri.) Notaðu púðurbursta til að renna mjúklega niður og yfir andlit.
4. Ekki flýta þér: Gefðu þér betri tíma til að meika þig, því vandvirkaðri sem þú ert, því betur helst meikið yfir daginn.
5. Gerðu tilraunir: Ef þú hefur notað sama meikið árum saman, prófaðu þá eitthvað nýtt, ef þú ert hrædd/óviss um val við að velja nýja snyrtivöru fáðu aðstoð fagmanneskju. Oft er að fá litlar prufur í snyrtivöruverslunum með kaupum á vöru, þá getur þú prófað áður en þú opnar vöruna.
Og mundu að förðunarvörur renna út eins og maturinn í ísskápnum því er um að gera að henda gömlum snyrtivörum, einnig er förðun árstíðabundin og um að gera að velja réttan léttari farða yfir sumartímann og muna að húðin er yfirleitt dekkri en t.d. yfir vetrartímann.
Get hæglega mælt með þessum meikum:
L’Oreal Matte Morphose, CHANEL vitalumiere Aqua, Sensai Triple Touch Compact púður og hyljari, Youngblood Luminous Skin, & CLINIQUE even better. Athugið samt að það er persónubundið hvað hentar hverjum og einum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.