Á hverju ári gefur Maybelline út sérstakt dagatal og sendir á fjölmiðla. Upplagið er mjög takmarkað, en aðeins 1,250 eintök voru framleidd fyrir árið 2011.
Kannski er þetta ekki alveg „brakandi ferskt“ í birtingu núna en engu að síður eru þetta frábærar myndir. Unaðslega hýrar, yfir strikið og kraftmiklar og þessvegna kemur ekki annað til greina en að Pjattrófurnar skelli þeim í loftið.
Það var aðal-förðunarfræðingur Maybelline, Charlotte Willer, sem sá um förðunina fyrir þennan myndaþátt sem hún vann í samstarfi við ljósmyndarann Kenneth Willard.
Hrikalega flott!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.