Nýlega fjallaði ég um litagleði sem verður allsráðandi í sumar. Litríkur fatnaður og förðun þar sem allir litir meiga blandast saman…
…Raf Simons hjá Jil Sander vill greinilega líka sjá litríkt haust en haust 2011 lína Jil Sander inniheldur skæra liti í bland við mikið svart.
En förðunin var einnig litrík, skærrauðar varir og grænn eyeliner við slétta og matta húð. Liturinn á eyelinerinum var einstaklega flottur, glitrandi turquoise grænn en ég held að þau hafi notað eyeliner frá Chanel.
Það hljómar kannski ekki mjög vel að vera að vera að blanda saman grænum eyeliner við rauðar varir en ég held að ef að eyelinerinn er nógu ‘clean’ og fullkominn og ekki of áberandi þá getur þetta komið svakalega vel út.
Þetta er eitthvað sem ég ætla að prófa sem fyrst.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.