Förðunin hjá Gucci fyrir haustið 2012 finnst mér alveg svakalega flott en hún var mjög dramatísk. Þetta er ekki beint hentugt hversdags ‘lúkk’ en hvað með það…
Varaliturinn spilaði aðalhlutverkið en hann var dökk-vínrauður og varapennin var enn dekkri. Svo voru varirnar toppaðar með smá glossi fyrir þessa auka dýpt.
Augun voru hlutlaus svo að varirnar fengju að njóta sín sem best. Smá ljósbrúnn augnskuggi, svartur maskari, enginn eyeliner…nema smá hvítur í táralínuna.
Svo var hárið sítt og liðað og toppurinn spenntur afturábak, nokkuð 70’s-legt semsagt!
Og punkturinn yfir i-ið…húðin! “Flawless” húð og aflitaðar augabrúnir.
Ótrúlega ‘glamúröss’ og flott að mínu mati!
___________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.