Hvað gerum við ef við týnum vettling? Jú, sitjum uppi með einn einmana vettling sem við höfum ekki not fyrir og vettlingurinn lendir í ruslinu.
En því ekki að endurnýta hlutina?
Miyako Kanamori hefur gefið út bók sem sýnir hvernig hægt er að nota hlutina og úr vettling býr hún til krúttlega íkorna, fíla, mýs, ketti, hunda, ljón og önnur krúttleg dýr sem allir elska.
Því ekki að safna fjölskyldunni saman fyrir jól og hjálpast að við að sauma sín eigin dýr úr einmana vettlingum? Svo er hugmynd að nota dýrin til að skreyta jólapakkana í ár?
Hægt er að kaupa bókina hennar Miyako Kanamori, Happy Gloves, á 11 dollara á Amazon.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.