Nú er sumarið að koma yfir sæinn og þá þurfa pjattrófur að taka svolítið til í fataskápnum og endurskoða litavalið.
Það er nefninlega ekki jafn auðvelt að klæðast ljósum og hlutlausum litum og t.d. svörtum, brúnum og gráum.
Þessi ljóska er flott í ljósu fötunum sínum. Skórnir eru frá Opening Ceremony og bleiki korsettutoppurinn er til í Top Shop.
Ljósu tónarnir krefjast smá vinnu en auðvitað er þetta hægt eins og allt annað. Gættu þess bara þegar þú ferð í ljósar buxur að þær séu helst háar upp og síðar niður til að þú virkir ekki breiðari… t.d. eins og múmínálfur?
Hér fer Rachel Nguyen í vesti yfir ljósan French Connection kjól og háa opna platform skó. Virkilega smart.
Blái jakkinn lyftir þessu upp og gefur fallegt franskt yfirbragð. Pilsið er frá Anthropologie sem er svolítið eins og Urban Outfitters fyrir voksne og (skóla)taskan er frá Top Shop.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.