Mikið var um dýrðir þegar tilkomu Una Skincare var fagnað í gærkvöldi.
Hér er um að ræða nýja húðvöru á markaðnum en að baki Una Skincare liggja áralangar vísindalegar rannsóknir á jákvæðum áhrifum brúnþörunga á húðina og niðurstaðan er kraftmikil og góð snyrtivara sem þegar er kominn í útflutning þrátt fyrir að hafa aðeins verið í 3 mánðuði á markaði hérlendis.
Gestum var boðið upp á ljúffengt freyðivín frá Jacobs Creek við undirleik harmonikkutónlistar og voru gestir á einu máli um að mjög vel hefði tekist til.
Pjattrófurnar hafa þegar prófað þessi krem en þú getur lesið umsagnir okkar HÉR og HÉR og meira má lesa um vöruna á Facebook síðu UNA SKINCARE.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.