Pjattrófunum barst eftirfarandi bréf frá Tinnu en hún Vala tók að sér að svara:
Sælar,
Ég er að skrifa ykkur í þeirri von að þekking ykkar á stíl og förðun o.þ.h. geti hjálpað mér með smá vangaveltur sem þið megið gjarnan taka fyrir á blogginu ykkar.
Mér finnst stíllinn hennar Christine Centenera alveg frábær, en þegar ég skoðaði myndirnar af henni hugsaði ég með mér: “ef maður væri með þennan fallega húðlit, þá gæti maður púllað þetta”.
Ég er mjög ljós yfirlitum og mér finnst oft eins og svona lúkk gangi bara ekki upp á minni mjög svo ljósu húð. Það sem mér finnst rosalega töff hjá Christine eru samsetningarnar á kjólunum og skónum og berir leggir á milli. Ég er einhvern veginn haldin þeirri meinloku að þetta sé bara ekki jafnflott með mína fílabeinshvítu leggi! Ég er ekki mikið fyrir brúnkukrem heldur því mér finnst ljótt hvað liturinn verður ójafn fljótt (maður þvær sér t.d. mun oftar um hendurnar en aðra líkamshluta og það sést) og mér finnst leiðinlegt að vera “alltaf” að klístra einhverju á mig.
Getið þið komið með einhver góð hint um liti og útfærslur á stílum (eins og t.d. hennar Christine) sem myndi ganga á stelpum með mjög ljósa húð og ljóst/rautt hár?
Annað af sama meiði: Ég skoðaði þetta blogg hérna og varð mjög hissa að sjá þessar ljósu stelpur í þessum litum því þetta eru einmitt þeir litir sem ég forðast (ljósgrátt, drapplitað og húðlitað). Hvernig tekst þeim að láta þetta ganga upp?
Og Vala svarar:
Hæ Tinna og takk fyrir bréfið:
Ég á svona snilldarsprey frá Sally Hansen sem maður spreyjar á leggina í stað þess að fara í húðlitaðar sokkabuxur. Það er hægt að fá bæði fyrir ljósa húð og tan og með smá glimmeri eða án og þetta er soldið eins og að “airbrusha” leggina, kemur mjög vel út.
Eina sem maður þarf að passa er að þetta fari ekki í fötin, fara fyrst í kjólinn eða pilsið og spreyja svo og láta þorna áður en maður fer e-ð að hreyfa sig.
Sally Hansen úðinn fæst í Hagkaup og Apótekum, kostar held ég í kringum 2000-2500 kr.
Að mínu mati eru ekki allar fölar stelpur sem geta púllað það að vera í ljósum fötum, það þarf að vera mjög sérstök týpa til að hún falli ekki bara inn í fötin og verði ósýnileg.
Lily Cole og Chloe Sevigny geta gert þetta mæta vel en ég veit að ef ég myndi reyna með mína fölu húð og ljósa hár yrði ég meira eins og rjómaterta en hipp og kúl… en auðvitað má redda þessu með því að nota sterkan lit eða dökkan á móti; skær varalitur, litríkt skart, uppsett hár í hnút…skærlit taska eða skór.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.