Allar eigum við okkar fyrirmyndir í tískunni hvort sem það er meðvitað eða ekki.
Flottar týpur sem fanga athyglina og þú hugsar: ‘Vá, flott eða flottur þessi’. Eins og gengur þá eru þetta oftast listamenn og konur, tónlistarfólk, leikarar, fyrirsætur og þar eftir götunum.
Byrjum á stelpunum. Hér eru nokkrar ofursvalar Pjattrófur sem hafa á einhvern hátt gripið mig þannig að ég hef hrifist af stílnum og útlitinu. Sú elsta er Louise Brooks sem var hvað frægust kringum 1920 og flestar hinar þekkirðu. Eins og sjá má á valinu virðist undirrituð sérlega svag fyrir tvennu:
Villingum og árunum milli 1950-1960.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.