Þegar þú ert búin að kaupa iPad þá verðurðu líka að kaupa hulstur utan um nýju græjuna þína til að vernda hana. Valið stendur aðallega milli þriggja möguleika:
- glær filma sem þú setur á iPadinn (bæði aftan og framan),
- Þunnt hulstur (stundum kallað umslag)
- Flotta tösku sérstaklega fyrir iPadinn
Það eru ágæt hulstur til sölu á epli.is en fyrir þær sem vilja vera heldur flottari þá mæli ég með því að versla hulstur á netinu, t.d. Amazon eða þið getið googlað þetta bara.
Í myndagalleríinu eru nokkur ofur flott hulstur frá stóru tískuhúsunum og fleirum.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.