Sonur minn er mikill snyrtipinni sem leggur mikið upp úr að hafa hárið flott og er orðinn ansi fær með gelið þó hann sé bara 10 ára…
Greiðslan sem hann skartar þessa daga minnir mest á Justin Bieber en guð forði mér frá að minnast á það, honum finnst “Bieberinn” ekki kúl en er hinsvegar afar hrifinn af greiðslum leikaranna Gísla Erni og Birni Thors.
Vegna pælinga hans um hárgreiðslur karlmanna langaði mig til að taka saman nokkrar myndir af flottum herragreiðslum. Færslan er s.s. pjattpattanum mínum til heiðurs.
Vinsælustu greiðslurnar í haust og vetur eru klassískar og tímalausar, vatnsgreidda lookið er í uppsiglingu; menn sem eru að grána eiga ekki að fela það, silfurrefir eru heitir!
Þykkir og síðir toppar með styttra að aftan í anda fimmta og sjötta áratugarins klæða unga og “arty” menn og fyrir þá sem vilja vera stuttklipptir er töff að gera hárið soldið villt að ofan, eins og þú sért nývaknaður eða búinn að velta þér um á lökunum…
Fleiri herragreiðslur HÉR
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.