Hver kannast ekki við að “eiga ekkert til að vera í”? Það gerist fyrir okkur allar!
Þá er bara málið að skella sér í svartann kjól eða einhver einföld föt og skreyta með fallegum skóm,töskum og skartgripum. Persónulega finnst mér fylgihlutir alveg jafn mikilvægir og dressið sjálft, þeir geta gert svo mikið fyrir heildar ‘lúkkið’. Það má samt ekki troða of miklu glingri á sig, þá endar maður eins og jólatré.
Hér eru nokkrir flottir fyglihlutir sem ég fann víðsvegar á veraldarvefnum:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.