Kogeto er lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum sem er að fara að setja á markað geðveikan aukahlut fyrir iPhone: 360° myndavél!
Þessi hlutur heitir því einfalda nafni Dot og þú einfaldlega festir hann yfir myndavélina á iPhone símanum þínum og tekur mynd í 360° hring sem þú getur síðan sent vinum, deilt á Facebook eða dreift hvernig sem þú vilt.
Ég er alveg gjörsamlega að fíla svona lítil fyrirtæki sem eru að gera svona spennandi hluti. Eins og þau segja sjálf:
Our company is founded on the principal that great products are built for people, not engineers. We strive to make solutions, not gadgets – and we have a heck of a lot of fun doing it.
Til að fá fjármagn fyrir verkefninu notuðu þau síðuna kickstarter.com sem er síða sem hver sem er getur notað til að fjármagna verkefni eða góða hugmynd og virkja almenning til að styðja sig með fjárveitingu upp á nokkra dollara. Á bak við framleiðslu Dot eru því um þúsund einstaklingar sem höfðu trú á verkefninu og lögðu til mismikinn pening. Þeir sem lögðu mestan pening í verkefnið verða svo þeir fyrstu til að fá sitt eigið eintak af Dot.
Almenningur getur svo fyrirfram pantað Dot frá og með deginum í dag á www.kogeto.com.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.