Fléttur eru frábærar ef það þarf að redda hári í neyð og möguleikarnir eru endalausir…
Á tískupöllunum fyrir vor 2010 var mikið um fléttur af ýmsu tagi, bæði lausar og einfaldar fléttur og svo stífari fléttu “greiðslur”.
Langar, lausar og úfnar fléttur voru allsráðandi bæði í Alexander Wang og Miu Miu sumar 2010 sýningunum, mjög einfaldar en skemmtilegar.
Oscar de la Renta sýndi okkur svo aðeins flóknari fléttur, frekar stífar “milk maid” fléttur og inn í þær var fléttað litríku efni.
Í Missoni sýningunni voru módelin með fiskifléttur en fiskifléttur eru rosalega flottar og líta út fyrir að vera frekar flóknar en í raun er mjög einfalt að gera fiskifléttu (tekur bara smá tíma). Ég held að nú þurfi maður að fara að æfa sig að gera mismunadi fléttur og leika sér með þær.
Hér er kennslumyndband um hvernig fiskiflétta er gerð:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.