Það eru allir ánægðastir með myndir sem gera mann kannski örlítið sætari en maður er ‘í raun og veru’. Og hver þolir að sjá allt í einu ‘ljóta’ mynd af sér á Facebook þar sem vinkonan við hliðina á manni (sú sem setti myndina inn) er rosa sæt!? Þekkt vandamál.
Þú getur beytt ýmsum brögðum til að fá flotta útkomu á ljósmyndum. Fyrst og fremst er náttúrulega að smella af einhverju sem er fallegt eða sniðugt en svo er líka hægt að fiffa þetta til í tölvunni á eftir.
Hér eru nokkrar sniðugar vefsíður sem bjóða upp á að þú getir breytt myndunum þínum og fengið skemmtilega útkomu:
1. Obamaðu þig
Margir muna eftir plakatinu sem Obama notaði í sinni kosningaherferð. Ef þig langar í kosningaherferð þá er það lítið mál. Þú smellir bara á Obama Icon Me, hleður upp mynd, lagar stillingarnar og ferð svo af stað með kosningaáróðurinn 😉
2. Breyttu nútímalegum myndum í gamlar
Það geturðu gert á ÞESSARI japönsku heimasíðu. Ef þú skilur ekki japönsku er gott að nota Google Chrome vafrann og smella á Translate.
3. Vertu funky
Gerðu myndirnar þínar svalar með því að nota befunky.com. Mjög einfalt: Nærð í mynd úr tölvunni þinni, af Facebook eða vefmyndavél og svo dundarðu þér með ‘effektana’. Þú getur baukað í þessu í allt kvöld.
Hvernig fer maður svo að því að vera sætur á öllum myndum eins og sumum virðist takast? Hér eru nokkur ráð…
Hugsaðu um eitthvað virkilega fallegt í stað þess að feika brosið eins og Dexter
Það skiptir ekki máli hver fallega hugsunin þín er… Carson Kressley (uppáhaldið mitt úr Queer eye for the straight guy) segist hugsa um kasmír peysu sem er pökkuð inn í fallegan pappír úr búðinni – brakandi fersk. Hugsaði bara það sem gleður ÞIG og svo má smella af. Kannnski þarftu aldrei að öntagga þig aftur?
Hafðu stjórn á aðstæðum
Ef þú lendir í því að ljóti vanginn þinn stefnir í að blasa við á hópmynd þá skaltu bara biðja mannskapinn um að leyfa þér að færa þig! Það er ekkert til að skammast sín fyrir.
Opna augun!
(Nína þú ert ekki lengur hér). Lokaðu augunum, láttu ljósmyndarann telja upp að þremur og opnaðu svo augun. Þetta virkar vel og sérstaklega ef flassið eða sólin eru að trufla þig. Þú verður sæt, afslöppuð og kannski pínu ‘hissa’.
Taktu myndina ofan frá
Það eu allir sætari þegar myndin er tekin ofan frá og niður, sérstaklega þegar þú ert sjálf að taka myndir af þér með annari. Miðaðu á ennið og snúðu vélinni aðeins niður. Þá ertu með’etta.
Hér er svo hægt að finna út hvernig þú lítur út fyrir að vera grönn á öllum myndum.
Gangi þér vel!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.