Ef þú ert hrifin af bókahillum en býrð ekki í stóru rými þá er hér frábær lausn á þeim vanda.
Í íbúð í París býr piparsveinninn Mathieu Vinciguerra sem hefur safnað teiknimyndasögum frá barnæsku og lenti í vanda með að koma þessu fyrir í litlu rými.
En Matthew er greinilega stútfullur af góðum hugmyndum og hefur fundið frábæra lausn á rýmisvandamálum fyrir bækur jafnt og aðra fylgihluti.
…fyrir frekari upplýsingar um hvernig hann smíðaði bókahillurnar þá er hér linkur á Dwell síðuna:
http://www.dwell.com/articles/shelf-life.html
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.