Hvað er betra en að brjóta upp hversdagsleikann með litríkum aðferðum?
Hér er ein sem var notuð til að að kynna sjónvarpsdagskrá í Belgíu og söngleikinn Sound of Music en betri markaðssetningu hef ég ekki séð í langan tíma. Gæsahúð.
Leikhús og sjónvarpsstöðvar skoðið þetta myndband og lærið af þessu -svona á að markaðsetja, spurning um að prufa þetta á BSÍ… sem myndi kannski ekki virka?
Myndi kannski heldur velja Golfmót, Landsmót hestamanna nú eða Gay Pride á Laugaveginum? 🙂 Do re mi… fa so la di…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.