Tvöfalt húrra fyrir Sass & Bide spring/summer 2011 línunni, flottar flíkur og frábært hár…
…Ég rakst á nokkrar myndir í gær af módelunum baksviðs. Förðunun var mjög flott en það er aðalega hárið sem mér finnst svo skemmtilegt.
Þær gellur voru með tvær fastar fléttur aftan á hausnum sem leiddu upp í stóran og úfinn snúð. Mjög frumlegt og kjút.
Ég gerði mína eigin útgáfu af þessari greiðslu í gær, sem sagt bara ein föst flétta og aðeins minna úfinn snúður, var bara frekar einfalt að gera.
Mjög flott sýning í heildina, fullt af munstri, fallegum litum og kögri. Tékkið á henni hér
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að stækka þær:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.