Þið munið örugglega mörg eftir kjöt ´outfittinu´ sem Lady Gaga klæddist á seinustu MTV Video Music Awards hátíðinni. Kjóllinn, skórnir, taskan og meira að segja hatturinn, allt gert úr hráu kjöti…
…Lady Gaga hafði þá stuttu áður komið fram á forsíðu japanska Vogue í einhverri kjöt einigu. Ekki voru allir sáttir með þetta nýja kjöt æði í henni því hún hafði þá nýverið tilkynnt það að hún væri á móti því að fólk klæddist feldi og að hún vildi bara ´cruelty free´ tísku.
Svo núna var ég að renna yfir nýjustu línu Jeremy Scott…og viti menn, kjötmunstur prýddi nokkrar flíkurnar.
Er þetta eitthvað nýtt trend? Persónulega finnst mér þetta hreint og klárt ´OJ´.
Ef einhver er sjúkur í þetta þá er hægt að kaupa t.d þetta hálsmen hérna á 55$, mæli samt ekki með því.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.