Sumarkomunni á Seltjarnarnesi er fagnað með viðburðaríkum fjölskyldudegi í Gróttu á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl frá kl. 14-16.
Hátíðin höfðar til allra aldurshópa og fer fram víða um eyjuna úti sem inni. Upplagt er að koma með skóflur og fötur til að leika sér með í fjörunni og krækja sér í furðuverur til að rannsaka undir leiðsögn líffræðinga í nýjum víðsjám í Fræðasetrinu.
Tímasett dagskrá:
Kl. 14-14:30 Barna- og fjölskyldujóga í fjörunni frá Jógasetrinu
Kl. 14:30-15 Trúbadorinn Pétur Örn Guðmundsson leikur og syngur í Albertsbúð
Kl. 15-16 Flemming Viðar Valmundsson þenur nikkuna undir berum himni
Fjölskyldudagskrá frá kl. 14 – 16:
Albertsbúð:
Flugdrekasmiðja fjölskyldunnar
Vöfflu- og kaffisala
Vitavarðarhús:
Andlitsmálun
Fiskibeinahönnun Róshildar Jónsdóttur
Fræðasetur:
Rannsóknarsmiðja fyrir börn á lífríki sjávarins
Málverkasýning Brynju Grétarsdóttur
Vöfflu- og kaffisala
Gróttuviti:
Vitaskoðun
Getraun úr hljóðum náttúrunnar
Frjáls staðsetning:
Ljósmyndakeppni – Sendið inn frumlega mynd frá hátíðinni á ljosmyndakeppni.selt@gmail.com.
Klukkan 13:30 verður boðið upp á helgistund í Albertsbúð.
Allir viðburðir eru ókeypis.
Samkvæmt flóðatöflu er opið út í eyjuna frá kl. 13:40 -17:40, en fært er út í eyjuna rúmlega það.
Björgunarsveitin Ársæll mun sjá um að ferja fólk sem ekki á auðvelt með að komast fótgangandi til og frá Gróttu.
Friðlandið Grótta er lokað allri umferð frá 1. maí til 15. júlí.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.