„Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar“.
Heimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur. Leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson rýfur þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, (sem var vararæðismaður Breta), og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.
Heimsfrumsýning heimildamyndarinnar Njósnir, Lygar og fjölskyldubönd var fyrir fullu húsi í Bíó Paradís á dögunum. Myndin vakti gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda sem fylltu bíóhúsið, en margir í salnum áttu ættir að rekja til Ísafjarðar eða könnuðust við tímabilið sem myndin fjallar um.
Kvikmyndin var sýnd samtímis í Ísafjarðarbíó en kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson var viðstaddur frumsýninguna þar s.l. föstudagskvöld.
STIKLA
TRAILER from Felixson on Vimeo.