„Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar“.
Heimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur. Leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson rýfur þögnina og varpar ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, (sem var vararæðismaður Breta), og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.
Heimsfrumsýning heimildamyndarinnar Njósnir, Lygar og fjölskyldubönd var fyrir fullu húsi í Bíó Paradís á dögunum. Myndin vakti gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda sem fylltu bíóhúsið, en margir í salnum áttu ættir að rekja til Ísafjarðar eða könnuðust við tímabilið sem myndin fjallar um.
Kvikmyndin var sýnd samtímis í Ísafjarðarbíó en kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson var viðstaddur frumsýninguna þar s.l. föstudagskvöld.
STIKLA
TRAILER from Felixson on Vimeo.
Myndin fór í almennar sýningar í Bíó Paradís 29. janúar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.