Ég rakst á þessa snilld einhversstaðar á netinu en hér erum við með foreldra sem taka alltaf nóvembermánuð í að láta börnin sín trúa því að risaeðlurnar þeirra vakni á nóttunni og fari á stjá.
Ástæðan fyrir þessu er gefin neðst í myndaseríunni en megin tilgangur þessa göfuga verkefnis er að láta börnin ekki glata ímyndunaraflinu sínu, nú á tækniöldinni miklu… Þau vilja koma með smá dulúð í tilveru barnanna og það tekst með glæsibrag. Þetta er alveg dásamlegt! Þvílíkur metnaður. Nú eru jólin framundan og kannski tilvalið að nota desember og jólasveinana í svipað verkefni? Þó ekki væri nema eina nótt…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.