Fyrir mér eru jólin svo miklu meira en að borða góðan mat og opna pakka með fjölskyldunni minni.
Það sem mér finnst skipta mestu máli hvað varðar jólin eru gæðastundirnar sem við eyðum með þeim sem við elskum hvort sem það er smákökubaksturinn og jólaföndrið með börnunum, jólakortaskrif með maka eða heimsóknirnar sem við förum í og fáum í kringum jólin.
Fyrir mér byrja jólin í raun í nóvember því að það er þá sem að ég klára yfirleitt að kaupa allar gjafir og pakka þeim inn, byrja að skrifa jólakort, föndra bæði jólagjafir og skraut með börnunum mínum, baka smákökur, hlusta á jólalög og byrja að týna upp jólaskrautið. Ástæðan fyrir því að ég byrja svona snemma er sú að ég er algjört jólabarn í mér og vill alls ekki eyðileggja jólin fyrir mér og fjölskyldu minni með því að fara að upplifa jólastress.
Ég ætla að nýta helgina í að föndra og baka með börnunum og ákvað ég að skella inn nokkrum hugmyndum af einföldu, skemmtilegu og fallegu föndri fyrir þá sem vilja gera eitthvað jólalegt og skemmtilegt með sínum börnum um helgina.
Ég vona að þú og þínir eigið eftir að njóta hátíðarinnar sem er framundan…
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.