Fjölskyldan: Ert þú meðvituð um uppeldi unglingsins?

Fjölskyldan: Ert þú meðvituð um uppeldi unglingsins?

teen-vs-parent

Saman hópurinn hefur það að markmiði sínu að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga, styðja við heilbrigðan lífsstíl og koma í veg fyrir að börn og unglingar ánetjist áfengi og öðrum vímuefnum.

Þau vilja jafnframt efla samstarf þeirra sem vinna að forvörnum en þau sem standa að hópnum eiga það sammerkt að vinna á einhvern hátt fyrir börn og unglinga og tengist vinnan einkum forvörnum, uppeldi, menntun, meðferð og ráðgjöf.

Saman-Hópurinn vill vekja athygli á þeirri ógn sem börnum og unglingum stafar af áfengi og vímuefnum í samfélaginu. Þau vilja styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu og beina athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar.

Til að ná markmiðum sínum hefur SAMAN-hópurinn nýtt sér eftirfarandi leiðir:

SAMAN-hópurinn beitir sér fyrir jákvæðum skilaboðum til foreldra um mikilvægi ábyrgðar á umönnun og uppeldi barna sinna. Eftirfarandi atriði eru þar í forgrunni:

  1. Leggja áherslu á að foreldrar verji sem mestum tíma með börnum sínum.
  2. Að foreldrar kaupi ekki eða veiti börnum áfengi og bent á að þar setja landslög mörkin við 20 ára aldur.
  3. Virða reglur um útivistartíma.
  4. Vera ekki í eftirlitslausum partýjum, eftirlitslaus á útihátíðum og við neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Í starfinu leggur SAMAN-hópurinn m.a. áherslu á að nýta rannsóknir á högum barna og unglinga en helstu verkefni eru að miðla upplýsingum í gegnum heimasíðu hópsins og Faceobookarsíðu.

Staðið er fyrir sumarátaki ár hvert þar sem foreldrar eru minntir á uppeldisábyrgð sína og sveitarfélög sem standa að bæjarhátíðum fá orðsendingu um mikilvægi þess að hugsa um forvarnir við skipulagninu slíkra skemmtanna. Við lok grunnskólagöngu og við upphaf framhaldsskólagöngu hafa foreldar um allt land fengið póstkort og bækling þar sem tíunduð eru helstu áhættuþættir varðandi þessi tímamót í lífi unga fólksins.

Við hvetjum alla foreldra til að smella á LIKE hjá Saman Hópnum og kynna sér áherslur þeirra. Það er aldrei of varlega farið með blessaða unglingana.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest