Ég uppgötvaði Strike! líklega fyrst þegar ég var í kringum 14 ára þegar ég tók hana sem gamla mynd á Bónusvideo einhverja viðburðaríka helgi í gamla daga og ef ég hef einhvertíma upplifað ást við fyrstu sýn þá var það þegar ég sá þessa mynd.
Strike! (1998), eins og hún hét hér á Íslandi (hún var sýnd undir nafninu “All I Wanna Do” í Bandaríkjunum og undir upprunalegu nafni sínu “The Hairy Bird” í Ástralíu), gerist árið 1963 á austurströnd Bandaríkjanna og fjallar um Odette Sinclair (Gaby Hoffmann – Girls), unga stelpu frá Detroit sem er send í stelpnaheimavistarskóla eftir að foreldrar hennar komast að plönum hennar um að sofa hjá kærastanum sínum, Dennis.
Odette getur varla hugsað sér neitt verra og fyrst um sinn hefur hún allt á hornum sér í skólanum og finnst stelpurnar sem hún kynnist vera grunnhyggnar og ólífsreyndar en eftir að hún kynnist skólanum og stelpunum betur kemst hún að því að það er meira í hann spunnið en hún hélt í fyrstu.
Þegar kemur að leikurum í Strike! Er Kristen Dunst líklega helsta nafnið sem fólk kannast við en það er þó nóg af þekktum andlitum í myndinni.
Má þar til dæmis nefna Rachel Leigh Cook(She’s All That), Lynn Redgrave(Gods and Monsters), Tom Guiry (Mystic River), Vincent Kartheiser (Mad Men), Monica Keena(Entourage), Matthew Lawrence(Mrs. Doubtfire), Heather Matarazzo(The Princess Diaries), Merritt Wever(New Girl), Hayden Christensen(Star Wars) og Shawn Ashmore(X-Men).
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Strike!
1. Girl Power
Ég veit ekki hvort það sé enn kúl að tala um Girl Power svona löngu eftir að Spice Girls lögðu upp laupana, en sama hvort það er kúl eða ekki þá er allavega nóg af Girl Power í Strike!
2. Besta móðgun allra tíma
3. Sætu strákarnir (sem eru næstum því bara sætir af því þeir eru skotnir í sjálfstæðum stelpum)
Vincent Kartheiser er nú enn smá dúlla með sitt barnaandlit þó að karakterinn hans í Mad Men sé slatta ógeðslegur en Tom Guiry er ekki alveg eins krúttlegur og hann var í Strike! …og hann var þar áður í Sandlot, það sem verra er er að hann var tekinn fyrir að skalla lögregluþjón í fyrra, en það getur nú komið fyrir besta fólk…hmmm?
Það er svo auðvitað bara plús að sjá Anakin (Hayden Christensen) áður en hann varð Jedi…
Strike! er fyrst og fremst æðislega skemmtileg mynd en hún er líka góð áminning til kvenna á öllum aldri um það að það þarf alls ekki karlmenn til að skemmta sér (þó ég vilji nú meina það að við munum það flestar svona oftast).
Myndin varð aldrei stór og reyndar þurfti ég að leita lengi áður en ég fann hana á DVD. En leitin var algjörlega þess virði því þetta er mynd sem mig langar að sýna öllum konum sem ég þekki og þá sérstaklega held ég að ungar konur og stelpur eigi eftir að hafa gaman af henni. Þó að Strike! hafi aldrei orðið stór eru til um hana nokkrar skemmtilegar staðreyndir:
- Upphaflegt nafn myndarinnar var “The Hairy Bird” sem vísar til kynfæra karlmanna, myndin fékk þó aðeins að bera það nafn í Ástralíu þar sem það þótti of klúrt. Teikningin af pungfuglinum í byrjun myndarinnar fékk þó að halda sér…líklega af því enginn hefur tekið eftir því að hann er PUNGfugl!
- Myndin er skrifuð og henni er leikstýrt af Sarah Kernochan og hún er lauslega byggð á hennar eigin skólagöngu.
- Lagið sem er spilað á meðan kreditlistinn fer upp í enda myndarinn heitir einmitt “The Hairy Bird” og er sungið af Sarah og fimm bekkjarsystrum hennar úr skóla, þeirra á meðal er Glenn Close.
- Rachel Leigh Cook og Monica Keena léku líka saman í Dawson’s Creek…hver man ekki eftir Abby og bryggjunni í Dawson’s Creek?
- Smá útúrdúr en vá hvað ég þarf að fara að taka Dawson’s Creek maraþon!
Ég mæli alveg sérstaklega með Strike! fyrir unglingsstelpur á öllum aldri en líka bara fyrir allar stelpur og konur sem finnst gaman að unglingadrama, 7. áratugnum, sætum ungum strákum og sjálfstæðum stelpum.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=gWZ-NsM5okY[/youtube]Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.