Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum.
Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera kvikmyndir í eldra lagi sem hafa einhverra hluta vegna gleymst með árunum. Ég var ekki í stuði fyrir neina djúpa mynd þennan fimmtudaginn svo ég ákvað að horfa á það allra mesta léttmeti sem mér dytti í hug og niðurstaðan var Spice World. Spice Girls eru órjúfanlegur hluti af 90’s allt við þær öskrar 90’s og þó ég hafi ekki verið gífurlegur aðdáandi tónlistar þeirra á þeim tíma þá á mér alltaf eftir að þykja smá vænt um þær og það hvað þær voru í rauninni miklir töffarar.
Spice World (1997) er ekki eins og við eigum að venjast kvikmyndum um hljómsveitir í dag, sem eru oftast heimildarmyndir, heldur er hún leikin. Stelpurnar leika samt allar sjálfar sig og byggist myndin að stóru leyti upp í kringum baráttu þeirra en samt sem áður samsömun með stereótýpunum sem þær leika innan hljómsveitarinnar. Þ.e. Scary-, Sporty-, Posh-, Baby- og Ginger Spice og svo auðvitað eins og öll bönd að þessu tagi þá verða þær að ganga í gegnum smá uppreisn gegn yfirmönnum sínum og þetta allt saman endar í hálf samhengislausu ævintýri um alla London…og Mílanó.
Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Spice World:
1. Tónlistin
2. Tónlistin
3. Tónlistin
Spice Girls voru auðvitað á sínum tíma það besta síðan skorið brauð kom fyrst á markað og þess vegna gátu fáir látið þær framhjá sér fara, þó sumir hafi virkilega reynt.
Ég var ein af þeim sem reyndi en það var samt alltaf eitthvað sem heillaði, meira að segja það mikið að ég tók þátt í meira en einni og meira en tveimur Spice Girls mime-sýningum í grunnskólanum mínum. Þið megið alveg ímynda ykkur hve viðeigandi það var að horfa upp á 12 ára mig (með fjórum öðrum stelpum) klædda upp eins og Geri Halliwell í snípssíðum kjól og í 13 sentimetra háum hælum.
Það þótti samt nógu smekklegt til þess að biðja okkur um að vera með sýningu fyrir 6-9 ára börn en sú reynsla varð einmitt til þess að einu sinni í lífinu hef ég vitað hvernig það mögulega væri að vera fræg því börnin voru öll sannfærð um að við værum “the real deal”, takk fyrir það Spice Girls!
Myndin hefur samt alveg frá upphafi átt alveg sérstakan sess í hjarta mér þar sem hún er svo skemmtileg fáranleg! Minningin um hana er samt smá “bitter-sweet” þar sem systir mín tók Man in the Iron Mask (öðru nafni “verstu vonbrigði tíunda áratugsins” eða “það hræðilegasta sem ég hef lagt á mig fyrir Leonardo DiCaprio fyrir utan Total Eclipse”) yfir Spice World og ég hef ekki séð myndina síðan!
Þó að tónlistin sé meginástæðan fyrir því að þú ættir að horfa á Spice World í dag þá eru að sjálfsögðu fleiri ástæður:
Fötin:
Victoria:
Ég veit ekki hvort hún er eins fyndin í alvörunni eins og hún er í þessari mynd en ég vona það innilega!
Þessi hér að ofan er að vísu ekki úr myndinni, minnir að þetta hafi verið í Pepsi auglýsingu á sínum tíma en ég bara elska Victoriu!
Girl Power:
Ef þú varst Spice Girls aðdáandi þá mæli ég með að þú skellir Spice World í tækið á næstunni. Ef þú varst ekki Spice Girls aðdáandi þá mæli ég með því að þú skellir henni samt í tækið til að verða aðdáandi sem allra fyrst!
Munið svo að hafa augun hjá ykkur því það er helling af frægu fólki með cameo birtingu í myndinni!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.