Ég skammast mín alveg smá fyrir að segja frá því að þegar ég var yngri var ég stór Pauly Shore aðdáandi. Ég sá allar myndirnara hans, sem núna eftir á að hyggja voru eiginlega allar eins.
Son In Law (1993) skar sig samt aðeins úr, hún er um Rebeccu (Carla Gugino) sem flytur til Californiu frá South-Dakota til að fara í háskóla. Flutningarnir eru aðeins meiri viðbrigði en hún gerði sér í hugarlund. Eftir að hún kynnist Crawl (Pauly Shore) breytist viðhorfið til skólans og til Kaliforníu. Þegar hún fer heim í frí tekur hún Crawl með sér og áttar sig á að California breytti henni meira en hún hélt.
Þrjár ástæður fyrir að þú VERÐUR að sjá Son In Law:
1. Pauly Shore
Eins einhæfur og hann var þá er hann samt fáranlega fyndinn eins lengi og maður er ekki orðinn leiður á karakternum sem hann leikur alltaf sem er í rauninni bara ýktari útgáfa af honum sjálfum.
2. Fatnaðurinn
Ekta “California 90’s wear”. Pauly Shore klæddi sig svona í alvöru á þessum tíma þetta var ekkert bara fyrir kvikmyndirnar. Mig langar persónulega alveg sérstaklega mikið í svarta gallajakkann hans Crawl og flauels “hot pants” sem Rebecca er í þegar þau fara á línuskauta!
3. Brendan Fraser
Brendan Fraser sem var á tímabili talinn vera “It-Boy” tíunda áratugsins er í cameo hlutverki sem Link úr Encino man (1992), mæli með þeirri mynd ef einhver vill sjá meira af Pauly Shore.
Son In Law er ekki besta mynd í heimi…og svolítið langt frá því, það er enginn sérstakur boðskapur og hún er um alveg svakalega lítið en ef þig langar bara að setjast niður með fyndna mynd án þess að þurfa að hugsa um neitt þá mæli ég svo sannarlega með henni.
Stundum þarf maður bara smá “breik” frá djúpu myndunum og það er ekkert lengra frá þeim myndum heldur en Pauly Shore myndir. Ég held að Cher Horowitz hafi orðað það best:
[youtube]http://youtu.be/K0ImPG1KzSI[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.