Þetta er líklega nýjasta myndin sem ég hef fjallað um sem fimmtudagsmyndina, en She’s All That er frá árinu 1999 og er alveg fáranlega skemmtileg áminning um þessa “góðu” tíma.
She’s All That fjallar um Zack Siler (Freddie Prinze Jr.).
Zack er vinsælasti strákurinn í skólanum, er með fjórðu hæstu meðaleinkunina í árgangnum og er bekkjarforsetinn. Hann á fallega kærustu, er góður í fótbolta og allir elska hann. Zack finnst hann samt á einhvern hátt vera týndur í því að reyna að lifa upp að væntingum annarra, eftir að kærastan hans kemur heim eftir vorfrí og segir honum upp býður Zack svo listanördinu Laney Boggs (Rachel Leigh Cook) út eftir að hafa gert veðmál við félaga sína um það að hann gæti gert hvaða stelpu sem er í skólanum vinsæla.
Freddie Prinze Jr. og Rachel Leigh Cook voru svolítið mikið “the cat’s pajamas” á þessum tíma, það er svona rétt í kringum 2000, svo það var nokkuð öruggt að viss aldurshópur myndi ekki láta sig vanta á þessa mynd (13 ára ég var þar meðtalin).
Fleiri leikarar í myndinni sem eru/voru þekktir eru: Matthew Lillard (Scream), Usher Raymond (já þessi Usher), Paul Walker (Fast and the Furious), Kevin Pollak (The Usual Suspects), Anna Paquin (True Blood), Kieran Culkin (Scott Pilgrim vs. the world), Lil’ Kim, Gabrielle Union (10 Things I Hate About You) og Milo Ventimiglia (Heroes).
Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá She´s All That:
1. The dance…ohhh the dance:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=i9KJXFbkMH0[/youtube]
Var það bara ég sem var sannfærð um að Matthew Lillard væri það besta síðan niðursneitt brauð kom fyrst á sjónarsviðið hérna í denn? Eeeelska hann, eins og ég hef komið inn á áður.
2. Til að hneykslast:
Á því að Freddie Prinze Jr. hafi einhvertíma þótt vera “aðalmörinn”:
Að stelpa sem lítur svona út hafi átt að vera hræðilegast útlítandi stelpan í skólanum fyrir Zack að bjóða út (það var allavega ekkert minnst á persónuleikann).
Og já svo má endilega líka bara hneykslast á almennri útlitsdýrkun og öðru misskemmtilegu sem kemur fram í myndinni…það er alveg velkomið svo ekki sé minnst á skemmtilegt!
3. Til að sjá Milo Ventimiglia í millisekúndu (sorry, er ég sú eina sem er enn skotin í honum síðan í Gilmore Girls??):
Það er samt margt annað skemmtilegt/það slæmt að það verður skemmtilegt í She’s All That.
Eitt af því sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er það sem ég vil meina að sé tilgangslausasta og þar með versta make-over í sögu Hollywood.
Í fyrsta lagi er það framkvæmt af karakter sem Anna Paquin leikur á meðan hún lítur svona út:
Anna er alltaf sæt en bara “what is up with that eye-liner and orange lipstick, guuuurl?”
Í öðru lagi lítur Laney (Rachel Leigh Cook) svona út fyrir make-over:
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst hún bara svaka sæt og náttúruleg…kannski í smá ólukkulegum fötum en það er ekki þörf fyrir make-over eins og það var sett upp í þessari mynd.
Í þriðja lagi leit hún svona út á eftir:
Þetta var semsagt í grundvallaratriðum bara svona:
(Sorry ég elska GIF)
Má ég bara næst biðja um að þetta verði gert almennilega (lesist: “eins og í Clueless”).
She’s all that er alveg týpísk unglingamynd frá þessum tíma…mér finnst tíminn rétt í kringum 2000 einhvernvegin aldrei vera 90’s (næsta manneskja sem kallar Britney Spears og Christinu Aguilera 90’s í mín eyru á sko eftir að fá að heyra það) heldur einhvern vegin detta inn á snemmbúið 00’s tímabil þar sem einhver ofurhallærisleg tíska með fáranlega leiðinlegum, blend og ópersónulegum fatnaði réði ríkjum. Einhvernvegin náðu allar myndirnar frá þessum tíma að snúast um það hvað er mikilvægt að vera vinsæll og sætur og voru flestar með dassi af fáranlegum og stereótýpískum en dulbúnum kynjaímyndum (ekki láta blekkjast…sjáið blakatriðið).
Mest random staðreynd sem ég veit um: M. Night Shyamalan var “ghost-writer” af handritinu að She’s All That en því var haldið leyndu þar til á síðasta ári. Ef þú veist ekki hver það er þá er það maðurinn sem leikstýrði og skrifaði meðal annars The Sixth Sense og fleiri svipuðum myndum.
Ég mæli innilega með She’s All That fyrir alla sem eru í nostalgíukasti og vilja horfa á temmilega lélega mynd um helgina!
Og já, líka fyrir þau sem hafa gaman að einhverju svona… hvað var þetta??
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=kI9fYsgduGE[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.