Ég man svo vel eftir því þegar Sense and Sensibility kom í bíó. Þetta var algjör “must-see” mynd hjá þeim sem umkringdu mig og þá líklega vegna þess að Hugh Grant er í henni og það í frekar þröngum buxum! Já, þið giskuðuð rétt, ég var umkringd konum í barnæsku.
Sense and Sensibility (1995) er eins og nafnið gefur að kynna gerð eftir skáldsögu Jane Austen sem ber sama nafn. Hún fjallar um aðallega um tvær systur, þær Elinor (Emma Thompson) og Marianne (Kate Winslet). Þær, ásamt móður sinni og yngri systur, verða að flytja út nánast auralausar þegar faðir þeirra deyr og samkvæmt lögum ánafnar eldri hálfbróður þeirra öllum sínum eigum. Vegna þess hve hálfbróðir þeirra er mikill aumingji og konan hans….uuuu…við skulum bara segja að hún sé ekki uppáhalds persónan mín, þurfa þær að lifa á mjög litlu á ári en fá sem betur fer leigt “lítið” hús hjá frænda sínum sem gerir þeim kleift að lifa ágætis lífi þó að án peninga föður þeirra séu þær ekki lengur taldar vera gott kvonfang.
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Sense and Sensibility:
1. Ástin
Jane Austen kunni svo sannarlega að skrifa um ástina og ég held ég hafi sjaldan orðið eins ástfangin og ég er af Colonel Christopher Brandon. Það kemur alls kyns ást fram í Sense and Sensibility sú sem ekki er hægt að stjórna, sú sem lætur mann bara vona að sá sem maður elskar eigi sem hamingjuríkasta ævi, ástin sem maður gerir allt fyrir og uppáhaldið mitt, systraástin.
2. Emma Thompson
Emma Thompson ætti auðvitað að fá verðlaun árlega bara fyrir það að vera hún sjálf og fyrir að vera æðisleg. Ég er búin að vera skotin í henni síðan ég vissi fyrst hver hún var og mun líklega ekkert hætta því í bráð miðað við alla snilldina sem hún hefur verið að gera af sér undanfarið. Emma Thompson leikur bæði annað aðalhlutverkið í myndinni sem og skrifar handritið (að sjálfsögðu eftir skáldsögu Jane Austen). Ég hef aldrei lesið Sense and Sensibility svo ég veit ekki hvort karakterinn hennar Emmu er alveg eins í bókinni en hann er allavega algjör snilld í myndinni!
Um vonleysið sem margar konur þessa tíma þurftu að lifa við ef þær bjuggu við fátækt:
Um ástina:
Miðað við þetta Skjáskot af myndinni þar sem hún les yfir sínar athugasemdir er líka alveg þess virði að horfa á myndina tvisvar, einu sinni án hennar athugasemda og einu sinni með þeim!
3. Karlmennirnir…
Það eru tveir snilldar karlkynskarakterar í þessari mynd sem eru þar að auki líka leiknir af snilldarleikurum.
Alan Rickman er einfaldlega allt það sem ég óska mér í lífinu. Þó hann myndi bara sitja í stofunni hjá mér og lesa einhverjar merkingaþrungnar bækur á hverju kvöldi og koma með kaldhæðinslegar athugasemdir þar sem það ætti við og samband okkar yrði ekkert dýpra en það yrði ég eilíflega hamingjusöm. Karakterinn hans Colonel Brandon er mér til mikillar gleði í þröngum buxum alla myndina, líkt og aðrir karlkyns karakterar fyrir þá sem eru það skrýtnir að hafa frekar áhuga á þeim.
Hugh Laurie finnst mér alltaf fyndinn en ég bjóst samt ekki alveg við því að hlæja af hverju eina atriði sem hann var í í þessari mynd (því miður eru þau ekkert sérstaklega mörg).
Skemmtilegar staðreyndir um Sense and Sensibility:
- Emma Thompson hitti núverandi eiginmann sinn, Greg Wise (em leikur Willoughby) við tökur á myndinni. Að Emmu sögn byrjaði hann víst á því að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Kate Winslet en hann og Emma byrjuðu svo að hittast eftir að tökum á myndinni lauk. Í dag eiga þau eina dóttur saman og ættleiddan son.
- “Jane Austen Society” hringdi í framleiðanda myndarinnar til að kvarta yfir því að Hugh Grant væri of myndarlegur til að leika Edward Ferrars, Emma Thompson var hins vegar mjög spennt yfir því að fá mögulega að kyssa Hugh Grant (sem hún fékk en atriðið var klippt úr myndinni).
- Emma ætlaði í fyrstu ekki að leika í myndinni sjálf heldur hafði hún Natasha Richardson og Joely Richardson í huga fyrir aðalhlutverkin.
- Emma vann Óskarinn fyrir besta handrit (sem skrifað eftir efni sem áður var til) og er enn í dag eina manneskjan sem hefur unnið óskar bæði fyrir leik (Howard’s End) og handrit. Hún vann líka Golden Globe fyrir handritið og flutti þá þessa snilldarræðu:
Það hafa örugglega allir heyrt um Sense and Sensibility en ég mæli með að allir láti verða að því á næstunni að sjá hana!!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.