Ef allt væri rétt í heiminum þá væru Romy og Michele alltaf nefndar með öðrum þekktum pörum í sögunni, Rómeó & Júlíu, Bonnie & Clyde, Adam & Evu, John & Yoko, Thelmu & Louise, Justin & Selenu, Jane & Tarzan og svo Romy & Michele.
Í fyrstu voru tilfinningar mínar gagnvart þessari mynd ekkert of jákvæðar en það var ekki myndinni að kenna, hún er frábær. Slæmu tilfinningarnar orsökuðust af því sem gerðist þegar ég ætlaði að taka hana upp á spólu.
Eftir að missa næstum glóruna úr leiðindum, í bland við eftirvæntingu, við það að horfa á 40 mínútur af einhverri mjög dramatískri, mjög kínverskri og mjög leiðinlegri mynd á meðan ég beið eftir að Romy og Michele byrjuðu áttaði ég mig á því að myndin var sýnd á hinni stöðinni og var löngu byrjuð!
Mér hafði tekist að missa af hálfri myndinni, á meðan ég horfði á líklega leiðinlegustu mynd í heimi, OG ég náði ekki að taka R&M upp. Ég tengdi myndina þess vegna lengi við svartnættið og vonleysið sem ég fann fyrir þetta kvöld.
Ég veit ekki hvort það gerir söguna eitthvað betri en sjónvarpið sem við áttum á þessum tíma var án fjarstýringar svo það var ástæðan fyrir því að ég tékkaði ekki á því fyrr að skipta um stöð, að skipta um stöð þýddi að standa upp…í algjörlega ótengdum fréttum þá nei, ég hef aldrei stundað íþróttir.
Romy and Michele’s High School Reunion (1997) fjallar um tvær 28 ára konur, Romy (Mira Sorvino) og Michele (Lisa Kudrow) sem hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru börn.
Þær stíga ekki beint í vitið en en þær hafa gaman af lífinu og eru mega sætar svo hvað vantar þær meira? Eins og segir í titlinum snýst myndin að mestu um “High School Reunion-ið” þeirra sem þær eru mjög spenntar að fara á alveg þar til þær uppgötva það að kannski er líf þeirra ekki alveg nógu spennandi til að monta sig af á endurfundamóti, svo þær finna leiðir til að bæta úr því!
Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Romy and Michele’s High School Reunion:
1. Ef þig vantar hugmyndir af nýju mataræði eða grenningarráð:
2. Ef þig vantar góða lygi til að stinga leiðinlega gaurinn af (sem er ekki í nógu góðri vinnu):
3. Ef þig vantar tískuinnblástur…mjög, mjög “kreisí” tískuinnblástur:
Skemmtilegar staðreyndir um Romy and Michele’s High School Reunion:
- Lisa Kudrow skáldaði límformúluna frægu á staðnum.
- Lisa útskrifaðist úr Vassar og Mira úr Harvard þær kölluðu hvora aðra Smart og Smarter á setti.
- Skyrtan sem Michele (Lisa Kudrow) er í þegar hún sækir um starf hjá Versace er sama skyrtan og Gale Weathers (Courtney Cox) er í í lokaatriðinu í Scream.
- Ekki missa af Justin Theroux, kærasta Jennifer Aniston sem á þessum tíma lék með Lisu í “Friends”, sem leikur lítið hlutverk í myndinni:
- Í myndinni eru þær báðar með “Valley” hreim en Lisa Kudrow ólst upp þar svo hún fór til baka í hreiminn sem hún var þegar hún bjó þar en Mira hermdi eftir hreim systur sinnar og dýpkaði röddina þar sem henni fannst karakterinn hennar Romy vera svo gauralegur.
- Það var gerð “prequel” sjónvarpsmynd sem hét Romy and Michele: In the Beginning sem fékk hræðilega dóma en Katherine Heigl og Paula Abdul léku í henni.
Þó að Romy and Michele’s High School Reunion hafi aðeins halað inn rétt undir 30 milljónum dollara í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þá er hún löngu orðin klassísk og allir sem hafa ekki séð hana ættu annað hvort að drífa í að horfa á hana eða allavega sjá sóma sinn í því að kunna nokkrar línur úr myndinni. Hér eru nokkrar sem allir ættu að þekkja:
Svo má auðvitað ekki gleyma besta dansatriði allra tíma sem allir verða að sjá:
Lisa Kudrow og Mira Sorvino hafa sagt að þær séu báðar mjög spenntar fyrir því að vinna saman aftur og sögðu árið 2011 að jafnvel væri séns á framhaldi sem þær sögðu að væri mögulegt að myndi heita: “Michele Goes Through the Change and Romy is also there”, ég veit ekki með ykkur en ég myndi fara á þá mynd í bíó en fyrst þarf að rifja upp mynd númer eitt!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.