Fimmtudagsmyndin: Romeo + Juliet – Í tilefni af fertugsafmæli Leonardo DiCaprio

Fimmtudagsmyndin: Romeo + Juliet – Í tilefni af fertugsafmæli Leonardo DiCaprio

Romeo + JulietFimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna er hún kynnt á fimmtudögum. Þær myndir sem eru valdar geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera kvikmyndir í eldra lagi sem hafa einhverra hluta vegna gleymst með árunum.

Í tilefni af því að Leonardo DiCaprio varð fertugur í þessum mánuði ákvað ég að hafa fimmtudagsmyndina að þessu sinni mynd með Leo.

Ég átti mjög erfitt með að velja þar sem það eru fáar myndir sem hann hefur leikið í sem fólk hefur gleymt og sem eru góðar (við höfðum öll gott af því að gleyma The Man in the Iron Mask).

Á endanum stóð valið á milli þess að horfa á What’s Eating Gilbert Grape? og Romeo + Juliet og ég í alvöru átti í samtali við vinkonu mína sem innihélt “caps lock” og allann pakkann til að velja um hvora myndina ég ætti að skrifa um. Þar sem ég var svo á endanum meira í stuði til að horfa á Romeo + Juliet varð hún fyrir valinu… ekki vera hissa samt þó ég eigi eftir að skrifa um What’s Eating Gilbert Grape? í næstu viku og svo kannski um enn aðra Leo mynd í þarnæstu viku.

Romeo + Juliet (1996) er um…uuu ef þú veist ekki hvað Romeo + Juliet er um þá er kannski bara kominn tími til að skella henni í tækið!

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Romeo + Juliet:

1. Afmælis-Leo!

Þú þarft einhvernvegin að halda upp á það að Leonardo DiCaprio varð fertugur 11. nóvember og af hverju ekki að gera það með því að horfa á eina bestu myndina hans? Leo á dag kemur skapinu í lag!

Hann er ekkert bara að vera sætur í myndinni hann er líka hörkuleikari strax þarna (og reyndar líka mikið fyrr), 21 árs:

Á þessum tíma var herbergið mitt, líkt og margra annarra unglingsstelpna, veggfóðrað með myndum af Leo, og þegar ég segi veggfóðrað meina ég veggfóðrað, það voru yfir þrjúhundruð myndir af honum upp á veggjum og í loftinu á sex fermetra herberginu mínu og við það að horfa á Romeo + Juliet er ég ekkert frá því að ég ætti að skreyta herbergið mitt á þennan hátt aftur!

2. Baz Luhrman

Það hefur verið sagt að hver kynslóð verði að eiga sína útgáfu af Rómeó og Júlíu, hvort sem það er í formi bókar, kvikmyndar, leikrits eða alvöru pars. Romeo + Juliet er Rómeó og Júlía minnar kynslóðar og það er að mestu leyti Baz Luhrman, leikstjóra myndarinnar að þakka. Ég ætla að veðja að Romeo & Juliet (2013) verði ekki Rómeó og Júlía ungu kynslóðarinnar í dag, Jelena á meiri séns í þann titil.

3. Shakespeare

Oftast þegar Shakespeare leikrit eru endurgerð er handritið skrifað upp aftur á nútímamáli sem endar oft hálf hallærislega en þegar það er ekki gert missa myndirnar stundum einhvernvegin marks og verða hálfhallærislegar. Einhvernvegin nær þessi mynd að notast við orðalagið úr gömlu handritunum á trúverðugan hátt þó hún eigi að gerast í einhverskonar nútímaveruleika.

Það hafa vonandi sem flestir séð þessa mynd en við þá sem hafa ekki séð hana segji ég bara, — ekki bíða lengi með að sjá hana!

Það eru svo mikið fleiri ástæður til að sjá hana en þær þrjár sem ég hef talið upp. Til dæmis tónlistin en soundtrackið má til dæmis finna hér á YouTube og þó Leo sé “fab” þá eru svo miklu fleiri stórgóðir leikarar í þessari mynd sem verður að nefna!

Auðvitað fyrst og fremst Claire Danes sem Juliet en svo eru leikarar eins og John Leguizamo (The Pest), Harold Perrineau (Lost), Paul Rudd, Jesse Bradford (Hackers), Jamie Kennedy (Scream), Emmet Walsh (My Best Friends Wedding), Miriam Margolyes (Madame Sprout – Harry Potter) og Christina Pickles (Judy Geller – Friends).

5 staðreyndir um Romeo + Juliet

  1. Leonardo lék lokaatriðið svo vel að Claire var næstum farin að gráta. Þegar senan var búin lamdi hún hann í handlegginn og sagði honum að hætta að láta sig gráta, hún ætti að vera í dái!
  2. Í byrjun myndarinnar talar fréttakonan beint upp úr upprunalegum texta Shakespeares og segir að við munum fylgjast með Rómeó og Júlíu í tvær klukkustundir. Kvikmyndin fer eftir þessu og er nákvæmlega tveggja klukkustunda löng.
  3. Leonardo DiCaprio var fyrsta val Baz Luhraman í hlutverk Rómeós en Neil Patrick Harris kom hinsvegar líka til greina í byrjun. Sarah Michelle Gellar, Jennifer Love-Hewitt, Kate Winslet og Christina Ricci konu hins vegar allar til greina í hlutverk Júlíu. Natalie Portman var lengi vel ætlað hlutverkið en á endanum þótti aldurs- og stærðarmunurinn á henni og Leonardo of mikill en hann er tæplega 185cm á hæð og var 21 árs en hún er 160cm á hæð og var 14 ára. Það voru tekin upp nokkur atriði og Natalie hefur sjálf sagt að þó hún sjái eftir hlutverkinu þá hafi atriðin litið út eins og Leonardo væri að misnota hana þar sem hún væri svo ungleg.
  4. Takið eftir búningunum sem allar persónurnar eru í í búningapartýinu því þeir standa fyrir persónuleika þeirra sem eru í þeim.
  5. Mörg af auglýsingaskiltunum sem sjást í myndinni eru með tilvitnunum í önnur leikrit Shakespeare.

Kíktu á Romeo + Juliet á næstunni, sama hvort það er í fyrsta skiptið eða í fimmhundruðasta skipti!

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=5ZqxOb2tJIo[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest