Fimmtudagsmyndin: Now and Then – Konur í öllum aðalhlutverkum

Fimmtudagsmyndin: Now and Then – Konur í öllum aðalhlutverkum

1

Ég man enn eftir risastóra standinum sem auglýsti Now and Then í glugganum á vídeóleigunni á Akureyri sem varð til þess að ég suðaði og suðaði í mömmu um að fá að leigja þessa mynd, sem hún gerði svo fyrir mig einn daginn!

Now and Then (1995) fjallar um fjórar æskuvinkonur Samönthu (Gaby Hoffman, Demi Moore), Robertu (Christina Ricci, Rosie O’Donnell), Teeny (Thora Birch, Melanie Griffith) og Chrissy (Asleigh Aston Moore, Rita Wilson) sem ólust upp í smábæ í Indiana á 8. áratugnum. Þegar þær voru 12 ára lofuðu þær hvorri annarri að vera alltaf til staðar fyrir hvora aðra sem þýðir að þegar Chrissy verður ólétt af fyrsta barninu sínu snúa þær allar til baka til heimaslóðanna.

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Now and Then:

1. Girl Power

Það eru svo fáar myndir sem byggja upp á konum í aðalhlutverkum að mér finnst stundum að ég hafi skyldu til að sjá þær fáu sem eru þannig uppsettar, sem betur fer man ég ekki ennþá til þess að myndir af því tagi hafi orðið mér fyrir vonbrigðum svo ég sinni þessari “skyldu” með glöðu geði.

2. Hjálpleg ráð:

Kynfræðslan er alveg með besta móti!

3. Heitasta par 10. áratugsins:

Devon Sawa og Christina Ricci eru alveg einstaklega krúttlegt par.

En þau bræddu mann auðvitað líka í Casper:

Skemmtilegar staðreyndir um Now and Then:

  • Í atriðinu þar sem Chrissy kýlir Robertu (Christina Ricci) gleymdi Christina að snúa sér undan högginu og var kýld svo fast að það sást á henni. Það þurfti að loka á framleiðslu á myndinni í nokkra daga á meðan hún jafnaði sig.
  • Roberta átti að vera lesbísk en setningunni þar sem minnst er á kærastann hennar var bætt við á seinustu stundu.
  • Brendan Fraser, Janeane Garofalo og Hank Azaria leika öll aukahlutverk í myndinni.
  • Rumer Willis, dóttir Demi Moore, leikur litlu systur Samönthu í myndinni.
  • Kristen Dunst var boðið hlutverk sem Chrissy en fannst það ekki vera þess virði að þyngjast fyrir hlutverkið.

Now and Then er klassísk uppvaxtarmynd fyrir utan það að hún fjallar nær eingöngu um konur og það meira að segja um konur sem tala mjög takmarkað um stráka í rómantískum skilningi.

Myndin var góð á sínum tíma og hefur elst vel, ég elskaði hana þegar ég sá hana fyrst sem krakki og finnst hún enn góð í dag og mæli sérstaklega með henni sem fjölskyldumynd.

[youtube]http://youtu.be/vRaw2miRhAw[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest