Þó ég vilji alveg halda því fram í dag að ég sé frekar víðsýn og dæmi hlutina ekki fyrirfram þá hefur það ekki alltaf verið þannig. Eitt sem ég þoldi ekki þegar ég var yngri var Julia Roberts. Ég horfði ekki einu sinni á Pretty Woman fyrr en ég var komin fram yfir tvítugt! En My Best Friends Wedding átti ég á spólu frá því hún var sýnd á Stöð 2 og horfði reglulega á, allt Cameron Diaz að þakka.
Fer í brúðkaup til að stía parinu í sundur
My Best Friend’s Wedding (1997) fjallar um matargagnrýnandann Julianne (Julia Roberts).
Julianne lifir frekar hröðu lífi og ferðast út um allt vegna vinnu sinnar en það stoppar allt þegar besti vinur hennar og fyrrverandi kærasti, Michael (Dermot Mulroney), hefur samband við hana og segist vera að fara að gifta sig eftir fimm daga. Sami vinur og gerði sáttmála með henni um það að þau myndu gifta sig ef þau væru enn einhleyp þegar þau væru þrítug. Julianne ákveður að fara í brúðkaupið með það að markmiði að stía nýja parinu í sundur og ná í Michael fyrir sjálfa sig.
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá My Best Friend’s Wedding:
1. Ástarráðin
Ég skal alveg viðurkenna að My Best Friends Wedding er kjánaleg rom-com mynd en hún á sín augnablik sem eru í raun og veru góð…eða sem mér finnst allaveg góð.
Og svo uppáhaldsráðið mitt sem kemur frá einum uppáhaldsmanninum mínum, Paul Giamatti, sem ég veit að var ekki fundið upp í þessari mynd en sem ég heyrði engu að síður fyrst í þessari mynd og sem ég hef notað alveg síðan ég heyrði það þar fyrst.
“You know, my grandmother always said: ‘This too, shall pass'”
2. Cameron Diaz
Það eru örugglega einhverjir sem halda upp á önnur söngatriði í þessari mynd en þetta er besta atriðið í allri myndinni sem og atriðið sem gerði mig ástfangna af Cameron Diaz fyrir fullt og allt:
3. George
Hvað varð eiginlega um Rupert Everett? Ég held að hluti af því að ég var svo hrifin af þessari mynd þegar ég var yngri hafi verið það að Rupert Everett og Dermot Mulroney eru báðir í henni og mér fannst þeir báðir sjúklega sætir.
Ekki vanmeta rom-com
Eins og áður sagði þá er My Best Friends Wedding bara kjánaleg rom-com mynd en ég hef persónulega alltaf verið mikið á móti því hvað rom-com myndir eru vanmetnar. Þó ég elski merkingahlaðnar kvikmyndir meira en flest annað þá eiga rómantískar gamanmyndir alltaf sérstakan stað í hjarta mínu af því þær gefa mér frí frá því að hugsa of mikið og sama hve illa það hljómar þá þarf maður stundum bara hlé frá því að hugsa.
My Best Friends Wedding er hið fullkomna hlé og mjög góð skemmtun og þó Julia Roberts verði aldrei í sérstöku uppáhaldi hjá mér þá var það með þessari mynd sem ég byrjaði að sannfærast um það að hún væri ekki með öllu slæm.
Sætir strákar, sætar stelpur, drama og smá grín, My Best Friends Wedding hefur þetta allt saman!
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.