Okei ég skal vera fyrst til að segja það: Multiplicity er ekki góð mynd. Eeeeeen hún er samt algjör snilld!
Multiplicity (1996) fjallar um Doug (Michael Keaton) sem er giftur og í ábyrgðarmiklu starfi sem tekur nær allan tíman frá fjölskyldu hans.
Þegar konunni hans, Lauru (Andie MacDowell), býðst að fara aftur að vinna eftir barneignir þarf hann að hjálpa til heima við og til að vinna lausn á tímaleysinu lætur Doug klóna sig, fyrst einu sinni og svo tvisvar og svo að lokum lætur annað klónið klóna sig og úr verður einn mest fyndni karakter tíunda áratugs seinustu aldar!
Það eru vafalaust ekki margir sammála mér en við það fólk segi ég:
Prófið að horfa á myndina í svefngalsa með einhverjum skemmtilegum vini og þið munið grenja úr hlátri þegar númer fjögur mætir á svæðið….ég skal meira að segja að leyfa að þið spólið bara beint fram að þeim hluta (sirka 1:00:40).
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Multiplicity:
1. #2
Michael Keaton er ekki beint hefðbundið myndarlegur leikari en það er eitthvað við þessar 90°horna augnabrúnir og þennan kjálkasvip sem gerir mig veika í hnjánum (háu kollvikin gera ekkert fyrir mig…sorry Michael)…ég veit ekki hvort það er sexy jakkinn eða “bad-boy” áhrifin sem gera það að verkum að #2 er by far heitasti klóninn á svæðinu.
2. #3
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JpdTx3k0VoQ[/youtube]
Húsmóðirin sem við þykjumst öll vera á facebook…
3. #4
Á milli ást sinnar á pizzu og frábærrar tískuvitundar er þessi karakter bara mesta snilld fyrr og síðar…
Ein af ástæðunum fyrir því að ég elska að horfa á gamlar kvikmyndir er að hneykslast á tískunni, ég hef mjög gaman af því að hneykslast á meðan það særir ekki og gamlar myndir eru bara hið fullkomna tækifæri til þess!
Ég veit að tískan á Íslandi er stundum slæm og við erum stundum aðeins of æst í flíspeysurnar og Crocs og þegar maður horfir á kvikmyndir finnst manni þetta enn verra þar sem flestir sem maður sér þar eru alltaf í flottum fatnaði og maður sér fyrir sér að Bandaríkin séu bara einn stór tískupallur.
Þar sem ég hef búið í Bandaríkjunum get ég alveg fullyrt að svo er ekki. Það kom mér t.d. mikið á óvart að “mom jeans” er eitthvað sem flestir yfir þrítugu (bæði konur og karlar) ganga í og flipflops með hæl þykir ásættanlegur skóbúnaður á djammið. Ég get því rétt ímyndað mér hvernig almenningur í Bandaríkjunum klæddi sig á tíunda áratugnum fyrst þetta var það sem fólk var klætt í í kvikmyndum:
Fyrst Andy MacDowell sem er að mínu mati með flottari konum getur litið svona út í þessari “tísku” þá undrast ég stundum að bandaríkjamenn hafi náð að fjölga sér eins mikið og raun ber vitni á 10. áratugnum… ekki eru þröngu, ljósu gallabuxurnar og víða skyrtan á Michael Keaton neitt mikið skárri.
Þegar litið er framhjá því að Doug er algjör karlremba sem segir að konan hans hafi meira gaman að og meiri hæfileika til að sjá um börnin þeirra “af náttúrunnar hendi”, sem gefst upp við að vinna heima eftir mánuð og ætlar að fá konuna sína til að hætta að vinna bara svo hann geti “hangið” meira og gert ekki neitt af því hann á skilið frí (en augljóslega ekki hún) þá er Multiplicity hin ágætasta skemmtun (og já var ég búin að minnast á að hún er drepfyndin?).
Ég mæli með að þú kíkir á Multiplicity um helgina eftir nokkra bjóra eða þegar þú ert komin í nett fíflalegt skap!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SH2XDPI5664[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.