Ég veit ekki af hverju ég ákvað allt í einu að horfa á Hackers aftur eftir öll þessi ár en hún var ein af uppáhalds “leyni”myndunum mínum þegar ég var yngri.
Leynimyndirnar voru myndir sem ég hafði mikið eftirlæti á en var samt ekki endilega að segja vinum mínum frá. Af hverju Hackers féll í þennan flokk eða aðrar myndir yfirleitt veit ég ekki…
Hackers var frumsýnd árið 1995 en ég sá hana líklega fyrst þegar ég var í kringum 13 ára og var með þráhyggju fyrir Angelinu Jolie og horfði á allar myndirnar hennar sem ég komst yfir í gömlu deildinni á Bónusvideo (sem á þeirri leigu voru bara Hackers, Gia og Pushing Tin).
Hún fékk ágæta dóma á sínum tíma þó að tölvunördin væru nokkuð ósátt yfir því hve óraunhæfa mynd hún gæfi af því hvað hægt væri að gera með tölvum, í dag gerir það myndina þó bara enn skemmtilegri!
Hackers fjallar um Dade (Jonny Lee Miller) sem var ungur dæmdur vegna hakks sem gerði það að verkum að markaðurinn á Wall Street hrundi. Þegar hann er 18 ára flytur hann með mömmu sinni til New York og eignast vini sem hafa áhuga á tölvum eins og hann. Dade verður vinur Phreak (Renoly Santiago – Dangerous Minds), Cereal (Matthew Lillard – Scream) og Joey (Jesse Bradford – Romeo + Juliet) en keppir á sama tíma við vinkonu þeirra Kate Libby (Angelina Jolie).
Keppninni lýkur þó þegar Joey kemst í kast við lögin og annar hakkari reynir að koma glæp sem hann hefur framið yfir á hakkaravini Dades. Það er ekki mikið um stórstjörnur í myndinni fyrir utan Angelinu Jolie en í henni eru mörg andlit sem maður kannast við, þá aðallega sem voru þekkt á tíunda áratug seinasta áratugar. Ber þá helst að nefna Marc Anthony (söngvara og fyrrum eiginmann Jennifer Lopez), Penn Jillette (Penn & Teller), Fisher Stevens (Lost), Lorraine Bracco (Sopranos) og Felicity Huffman
Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Hackers:
1. Vintage Angelina með gamla nefið:
2. Fáranlega tölvuþráhyggjan:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=K3zkqjpQF8U[/youtube]
3. Til að heiðra minningu diskettunnar
Aðalefni myndarinnar, hakkið, eldist eiginlega alveg fáranlega illa þar sem við vitum flest í dag að tölvur eru ekki færar um helminginn af því sem kemur fram í þessari næstum 20 ára gömlu mynd… eða kannski getum við bara ekki gert svona mikið með tölvum í dag af því tíkallasímar og diskettur eru næstum útdauð fyrirbæri (hver er með í að tékka á hvað við getum gert í tíkallasímanum niðrá Lækjargötu??).
Brandararnir og sagan eru enn (afsakið slettuna) amazing:
Cereal: “Check this out, each and every one of you. Compilation tape, of my own making. I call this the “Greatest Zooks Album”. Featuring artists like, well I got some Hendrix on there, some Joplin, Mama Cass, Belushi… all great artists that asphyxiated on their own vomit!” Kate Libby: “God gave men brains larger than dogs so they wouldn’t hump womens legs at cocktail parties”
Og 90’s reference-in eru ekki svo slæm heldur:
Ó ef ég hefði bara átt beeper í lífinu…
Blár augnskuggi og blátt naglalakk og þú ert bara tilbúin (eða tilbúinn…það mátti allt in the 90’s) út á lífið (athugaðu að bæði verður helst að vera frá Wet ‘n’ Wild)
Og “tískan”…ó tískan! Það vantar bara Buffaló skó, varablýant og snúða í hárið!
Skemmtileg staðreynd – Jonny Lee Miller og Angelina Jolie kynntust við gerð þessarar myndar og giftu sig árið 1996. Angelina sótti um skilnað 18 mánuðum seinna en þau eru enn í dag mjög góðir vinir.
Hackers er fullkomin fyrir alla sem elska tíunda áratuginn…og þeir sem hafa áhuga á tölvum eiga örugglega eftir að skemmta sér vel og þrátt fyrir allt er þetta vel leikin og skemmtileg mynd!
Og munið krakkar:
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.