John Cusack, og systir hans Joan, hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér.
Þar sem þau eru bæði í aðalhlutverkum í Grosse Pointe Blank (eins og reyndar mörgum öðrum myndum) liggur beint fyrir að hún er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Grosse Pointe Blank (1997) fjallar um Martin Blank (John Cusack), 28 ára gamlan mann sem starfar sem leigumorðingi.
Vegna röð tilviljana, sem aðallega stjórnast af aðstoðarkonunni hans Marcellu (Joan Cusack), og því hve mikla leið hann hefur fengið á starfinu, atvikast það að Martin þarf að sinna verkefni í Detroit, rétt hjá heimabæ hans Grosse Pointe. Þangað hefur hann ekki komið til í 10 ár en svo finnur hann sig í bænum sömu helgi og 10 ára endurfundamót framhaldsskólans hans er haldið.
Martin ákveður að kíkja á gamla heimabæinn sinn í leiðinni, aðallega fyrir áeggjan Marcellu en líka vegna þess að hann vill hitta stelpuna sem hann var ástfanginn af og sveik þegar hann var í framhaldsskóla, Debi (Minnie Driver).
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Grosse Pointe Blank:
1. Tónlistin!
Ég held ég geti haldið því fram með nokkru öryggi að “soundtrack-ið” í Grosse Pointe Blank er eitt það besta sem ég hef nokkurtíma heyrt — enda er það víst pródúserað af meistara Joe Strummer og því kannski ekki við litlu að búast. Það má finna lista með tónlistinni úr myndinni á Spotify hér.
2. Joan Cusack
Joan er bara ein af þessum leikurum sem er alltaf fyndin… eða það finnst mér allavega og mér finnst þú skrýtin ef þér finnst það ekki líka.
[youtube]http://youtu.be/RZf21dODzzQ[/youtube]
3. John Cusack
Mér finnst þú líka skrýtin ef þér finnst John Cusack ekki vera heillandi…
Eitt af því sem mér finnst aðallega skemmtilegt við Grosse Pointe Blank er hvað hún kemur mikið á óvart.
Ég veit ekki hversu oft ég var búin að horfa á hana á leigunni í gamla daga og ákveða ekki að leigja hana þó John Cusack væri í henni bara út af því hvað hulstrið er hræðilega ljótt. Ég vil nú ekki vera leiðinleg en bara er til mikið ljótara hulstur!?!
En svo kom að því einn daginn að ég var búin með alla vídjóleiguna og búin að leigja Titanic fimm sinnum svo ég lét mig hafa það…allt fyrir elsku John.
Og þrátt fyrir hörmulegt hulstur, sem í gamla daga var oft það eina sem hægt var að dæma myndir út frá, þegar Myndbönd Mánaðarins kláruðust og ekkert YouTube var til til að leita uppi stiklur, þá fannst mér hún mjög skemmtileg.
Aðrir eftirtektarverðir leikarar í Grosse Pointe Blank:
- Alan Arkin (Little Miss Sunshine)
- Dan Aykroyd (Ghostbusters)
- Hank Azaria (The Simpsons)
- Jeremy Piven (Entourage)
- Michael Cudlitz (The Walking Dead)
- Jenna Elfman (Friends With Benefits)
Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég átta mig á því hvað ég hef verið gömul þegar ég hef séð meirihlutann af þeim myndum sem ég hef skrifað um sem fimmtudagsmyndir og ég efast stundum smá um það að vídjóleigumaðurinn eða mamma hafi eitthvað verið að fylgjast með bannaða miðanum, eða hvort mamma hafi bara ekkert álit haft á Gylfa Pálssyni og hans viðvörunum.
Ég hef líklega verið 11 ára þegar ég sá Grosse Pointe Blank fyrst en hún varð svo reglulega eftir það fyrir valinu sem gömul spóla. Það er kannski ekkert svakalegt ofbeldi í henni, þó hún sé bönnuð innan 16 ára, en ég myndi kannski ekki alveg mæla með henni fyrir alveg alla fjölskylduna.
Þó ekki sé fyrir neitt annað þá er líka um að gera að horfa á Grosse Pointe Blank bara til að “mastera” þessa einu línu, það er ef þú ert einhleyp eða einhleypur og það er oft spurt út í þína sambandshagi:
Þó það hefði verið til YouTube á mínum yngri árum er ég ekki viss um að ég hefði viljað sjá þessa mynd eftir að hafa séð þessa stiklu.
Þú verður bara að treysta mér, þetta er góð mynd! Þó hulstrið og trailerinn séu ekkert til að hrópa húrra fyrir…
[youtube]http://youtu.be/IJ7AXKWmWOg[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.