Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead var líklega fyrsta myndin sem ég horfði líklega alltof oft á þegar ég var yngri. Christina Applegate var tískuicon-ið mitt og Josh Charles var draumaprinsinn minn og grey VHS-spólan mín með myndinni vann yfirvinnu flesta daga.
Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead (1991) fjallar um Sue Ellen eða “Swell” (Christina Applegate) sem er 18 ára og elst af fimm systkinum. Systkinin sjá fram á gott sumar þar sem mamma hennar er á leiðinni til Ástralíu í tvo mánuði með kærastanum sínum en draumur þeirra um að eyða sumrinu í algjöru frelsi deyr hins vegar fljótt eða þegar barnapían mætir á svæðið.
Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead:
1. Vintage Christina Applegate og David Duchovny:
Christina Applegate með augabrúnir sem Cara Delevingne myndi öfunda hana af og vatnsgreiddur, pre-X-files David Duchovny er næstum meira en maður getur beðið um!
2. 90’s tískan
Alltaf þegar ég sé myndir frá 10. áratug seinustu aldar sé ég eftir því að hafa eytt þessu tímabili að mestu leyti í hettupeysum og smekkbuxum. Ég hef að vísu þá afsökun að ég var 4-14 ára en ég myndi samt sem áður deyja fyrir það að eiga mynd af mér í allavega einu “átfitti” hér að neðan:
Ég er persónulega mikið að fíla svarta bolinn, alltof stóra beltið og grænu buxurnar best en mig grunar samt stórlega að græni rúllukragabolurinn hafi komið í setti með buxunum og hefði borgað pening fyrir að sjá það tvennt saman….ó 90’s!
3. Þessi snillingur:
Ég tók aldrei meðvitaða ákvörðun um það að Walter ætti að vera fyrirmynd mín í lífinu en ég er nokkuð viss um að það sé samt raunin (Tékkið á nýmóðins fjarstýringunni, sem er rétt fyrir ofan textann!).
Þessi mynd er algjört barn síns tíma og ef þú fílar ekki 90’s þá fílaru ekki þessa mynd. Settu saman ólíklegustu aðstæður í heimi og bættu ofan á þær ólíklegustu viðbrögð sem þú getur hugsað þér við fyrrnefndum aðstæðunum og þá ertu um það bil komin með allar unglinga- og gamanmyndir þessa einstaka áratugar. Ég skal fyrirgefa ef þú fílar ekki 90’s en þá getur þú horft á Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead vegna Josh Charles sem er meira að segja heitur í þessum búning…en hver elskar líka ekki karlmann í einkennisbúningi?
Þessi mynd hefur elst mun betur en ég hélt og það er hægt að hafa virkilega gaman að henni þrátt fyrir að hún eigi að gerast í mjög óraunverulegum aðstæðum svo ég vona að sem flestir kíki á hana og eigi eftir að vita hvað ég er að vitna í þegar ég segi:
[youtube]http://youtu.be/DTrbkPwG3SM[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.