Mig hefur alla tíð langað til að kalla mig rokkara en það er ekki fyrr en upp á síðkastið sem ég hef sætt mig við að ég er ekki neitt svakalegur rokkari þó ég hafi vissulega stundum gaman af rokktónlist.
Þessi áhugi minn á því að vera rokkari þegar ég var yngri kristallaðist í myndinni Detroit Rock City (1999).
Myndin er um fjóra bestu vini, Lex (Giuseppe Andrews), Trip (James DeBello), Hawk (Edward Furlong) og Jam (Sam Huntington), árið 1978 sem eru stórir aðdáendur hljómsveitarinnar Kiss.
Eftir langa bið eru þeir loksins á leiðinni á tónleika með átrúnaðargoðunum sínum en eins og gengur og gerist eru auðvitað einhverjar hindranir í vegi þeirra á leiðinni á tónleikana.
3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Detroit Rock City:
1. Góðar “pikköpp”-línur
2. Strippdansinn
Ég hef alltaf gaman af góðu dansatriði og ungur Edward Furlong að strippa er ekki það sem ég kalla slæmt dansatriði.
3. Mamman
Þegar ég horfði á Detroit Rock City fyrir 15 árum síðan var Jem uppáhaldskarakterinn minn í myndinni, núna er mamma hans í alveg sérstöku uppáhaldi. Glöggir gætu þekkt leikkonuna sem tan-konuna í There’s Something About Mary.
Detroit Rock City var ekki að gera neitt svakalega góða hluti þegar hún kom út og halaði aðeins inn 24 milljónum dollara allt í allt en hún hefur þó verið að vinna á í seinni tíð og er orðin ágætlega þekkt innan vissra hópa sem költ mynd.
Ég man ekki einu sinni eftir að hún hafi komið út í bíó hér á Íslandi (allavega ekki á Akureyri þar sem ég bjó) og held hún hafi bara farið beint á vídjóleigurnar. Skemmtileg staðreynd til að láta mann líða eins og maður sé gamall: Detroit Rock City er fyrsta myndin í heiminum sem kom fyrst út á DVD og ekki fyrr en seinna á VHS!
Aðrar skemmtilegar staðreyndir um myndina:
- Meðlimir KISS leika sjálfa sig í myndinni og Gene Simmons framleiðir hana meira að segja og mikið af KISS-varningnum sem sést í myndinni er úr hans einkasafni.
- Orðið “fuck” í einhverri útgáfu er sagt 83 sinnum í myndinni.
- Kærasta Gene Simmons og fyrrverandi kona Paul Stanley leika báðar aukahlutverk í myndinni.
- Sumir aukaleikaranna tala með kanadískum hreim af því myndin er víst tekin upp í Kanada.
- Edward Furlong fór í prufur fyrir Trip og Jam áður en hann var ráðinn til að leika Hawk.
- Ron Jeremy birtist í cameo-hlutverki inn á strippstað sem Hawk fer inn á.
- Höfuðið á leikstjóranum, Adam Rifkin, er “photoshop-að” á líkama módelsins á plakatinu fyrir utan strippstaðinn.
Ef fjórir litlir strákar með slæmt hár, 70’s fílíngur og rokktónlist fá ykkur ekki til að skella þessari í tækið þá vonandi er húmorinn, sem er oft hættulega nálægt hallærisleikamörkunum, meira en nóg!
[youtube]http://youtu.be/jMkoxVhlpYQ[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.