Fimmtudagsmyndin á Netflix: What’s Eating Gilbert Grape

Fimmtudagsmyndin á Netflix: What’s Eating Gilbert Grape

Whats-Eating-Gilbert-Grape
Fimmtudagsmyndin er eins og nafnið gefur að kynna valin á hverjum fimmtudegi. Hún getur verið um hvað sem er og það eina sem þær eiga sameiginlegt er að þær eru allar aðgengilegar á Netflix og þær eru allar orðnar allavega nokkurra ára gamlar.

Það muna örugglega allir sem voru uppi á 90’s eftir What’s Eating Gilbert Grape?

Sumir muna eftir henni af því Johnny Depp var með því heitara sem sést hefur til hans, aðrir muna eftir henni út af Leonardo DiCaprio og enn aðrir út af því þetta er einfaldlega bara frábær mynd!

Alveg síðan ég byrjaði að skrifa fimmtudagsmyndir er ég búin að komast að því að ég á kannski aðeins of mikið af uppáhaldsmyndum því mér finnst ég alltaf ver að segja að myndir séu í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér, en ég elska bara kvikmyndir af öllum gerðum og ég á enga eina uppáhalds, ég elska þær allar af mismunandi ástæðum.

What’s Eating Gilbert Grape? er gerð eftir samnefndri skáldsögu og fjallar um Gilbert (Johnny Depp) sem er ungur maður sem býr í bænum Endoru í Bandaríkjunum ásamt tveimur systrum sínum, móður sinni og bróður (Leonardo DiCaprio).

Gilbert finnst hann vera niðurbundinn af þeim skyldum sem hann hefur að gegna gangvart móður sinni og bróður en mamma hans er offitusjúklingur og hefur ekki farið út úr húsi í 7 ár og bróðir hans fæddist með þroskaskerðingu sem gerir það að verkum að fylgjast þarf vel með honum. En svo kemur Becky (Juliette Lewis) í bæinn og nær að benda honum á það að það er enginn annar en hann sjálfur sem er að binda hann niður.

3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá What’s Eating Gilbert Grape?

Ég nefndi þær eiginlega allar áðan en ég þarf auðvitað að fara nánar í þetta allt saman.

1. Kjálkinn á Johnny

Myndin er frábær og miklu betri en kjálkinn á Johnny verður nokkru sinni en ef þú hefur ekki áhuga á kvikmyndum þá er kjálkinn á Johnny í þessari mynd eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Ég veit ekki alveg hvað Johnny Depp gerði í seinasta lífi en það hlýtur að hafa verið eitthvað frábært fyrst hann fékk þessa beinabyggingu að launum fyrir það, maðurinn er listaverk!

2. Stórleikurinn hjá Leonardo DiCaprio

Eins fáranlegt og það er að fatlaður einstaklingur hafi ekki verið fenginn til að leika hlutverkið sem Leonardo leikur í þessari mynd þá ætla ég að leyfa því að “slæda” með þeirri von að Hollywood-bransinn fari að breytast á þann hátt að fatlaðir leikarar fari að fá að túlka sinn heim sjálfir. Við þurfum bara öll að ýta á að það gerist og benda á það hvað það er fáranlegt þegar það er ekki gert!

En já, aftur að Leonardo! Hann er frábær en það sem mest er það hvernig hann kemur karakternum Archie frá sér er frábært og það hvernig hann og Johnny ná að tengja er frábært og það hvað maður trúir sambandi Gilberts og litla bróður hans, Archie er frábært. Mig hryllir bara við aðstæðunum sem fatlað fólk hefur örugglega mátt búa við á þessum tíma og býr jafn vel enn við í dag við það horfa á þessa mynd.

Hvaða sjampó ætli Johnny hafi verið að nota þarna, hárið á honum er líka frábært!

Archie átti aldrei að vera eins stór partur af söguþræðinum í myndinni og raun bara vitni en Leonardo þótti bera söguna svo vel að hlutverk hans var stækkað. Í byrjun hafði hins vegar enginn sem kom að myndinni haft mikla trú á honum fyrir utan Mary Steenburgen sem lækkaði launin sín til þess að fá Leonardo sem part af myndinni.

3. Sagan

Ég ætla að leyfa mér að halda því blákalt fram að nær ekkert okkar tengji nákvæmlega við þá sögu sem er sett fram í þessari mynd en þetta er hins vegar frábær framsetning á raunveruleika sem við flestöll höfum upplifað á einhvern hátt. Það er að vera föst í einhverjum raunveruleika sem við kennum öllum öðrum um en sjálfum okkur. Raunveruleika sem við höfum samt sem áður valið og skapað okkur sjálf og sem við getum þess vegna sjálf ákveðið að yfirgefa eða taka opnum höndum.

Gilbert

Fróðlegar staðreyndir um What’s Eating Gilbert Grape?

  • Johnny leið svo illa yfir því að þurfa að fara með sumar af línum Gilberts sem gerðu grín af útliti Bonnie Grape sem Darlene Cates lék að hann hringdi oft í Darlene eftir að hann fór með atriðin til að biðjast afsökunnar á því sem hann hafði þurft að segja.
  • Þó að dýravernd væri á staðnum til þess að passa upp á velferð engisprettnana sem karakter Leonardo er að leika sér með í póstkassanum þá dó ein þeirra við tökur.
  • Takið eftir súrsuðu eggjunum á búðarborðinu þar sem Gilbert vinnur, Johnny borgaði Leonardo 500$ fyrir það að lykta af einu þeirra.
  • Johnny vandaði sig sérstaklega við að leika Gilbert sem einhvern sem er orðinn gjörsamlega daufur fyrir því hvernig líf hans er, hann hafði miklar áhyggjur af því að hann væri að gera hlutverkið of leiðinlegt en Julietta Lewis og Lasse Hallstrom, leikstjóri myndarinnar sannfærðu um að hann væri á akkúrat réttri leið.
  • Myndin sem sýnd er af Bonnie Grape í byrjun myndarinnar er í raun og veru af ungri Darlene Cates.

Ef þú sást What’s Eating Gilbert Grape aldrei á tíunda áratugnum þá er um að gera að bæta úr því núna, hún er gott fjölskyldudrama sem eldist vel og já….minntist ég á kjálkann á Johnny??

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest